Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að bílaleigum verði veittur afsláttur af vörugjöldum bíla árin 2021 og 2022. 

Afslátturinn verður háð þeim skilyrðum að tiltekið hlutall nýskráðra bíla hjá fyrirtæki, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vistvænir, þ.e. rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbílar. 

Þetta er mikilvægur liður í því að gera bílaleigum betur kleift að kaupa inn vistvæna bíla, en þær eru afar mikilvægur þátttakandi á eftirmarkaði með ökutæki hér á landi. 
