Stena Germanica, ferja Stena Line sem siglir á milli Kiel og Gautaborgar, hefur verið breytt og hún gerð umhverfisvænni. Ein af fjórum Wärtsilä vélum hennar gengur nú fyrir metanóli og til stendur að breyta hinum þremur sumarið 2015. Árangur verkefnisins, sem kostaði um 22 milljónir evra, felst fyrst og fremst í stórlækkuðum útblæstri skaðlegra lofttegunda en reiknað er með að útstreymi SOx dragist saman um 99%, NOx um 60%, rykagna um 95% og CO2 um 25%.
Sjá nánar í frétt Kieler Nachrichten og Baltic Transport Journal.