Orkusjóður úthlutar til orkuskiptaverkefna í þungaflutningum

Orkusjóður hefur nú úthlutað tæpum 400 milljónum til kaupa á vistvænum þungaflutningstækjum. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur allir sömu styrkupphæð, óháð stærð verkefnis. Meðal þeirra eru Brimborg og Íslandspóstur, sem eru aðilar að Grænu orkunni. Umfjöllun og tæmandi lista styrkþega má finna á vef Orkustofnunar.

Orkusjóður er samkeppnissjóður og helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Orkusjóði er falið að flýta orkuskiptum með sannreyndri tækni. Sú tækni má vera ný af nálinni með því skilyrði að hún sé fullreynd markaðsvara.

Viðburður 3. júní: orkuskipti á framkvæmdastöðum

Grænni byggð, Landsvirkjun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Græna orkan bjóða til spennandi málstofu þar sem rætt verður um orkuskipti á framkvæmdastað. Aðalfyrirlesari verður Pedro Gonzales frá Skanska, sem mun segja frá reynslu hins byggingafyrirtækisins af kolefnislausum framkvæmdastöðum.

Einnig taka til máls:
– Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð
– Björn Halldórsson og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Landsvirkjun
– Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Byggjum grænni framtíð
– Anna Margrét Kornelíusdóttir, Græna orkan
– Ragnar K. Ásmundsson, Orkusjóður

Fundinum verður streymt á netinu 3. júní kl. 9:00-10:30.

Skráning á viðburðinn fer fram hér: https://forms.gle/tCgemRBUizEkQ3eY6

Volvo og DFDS prófa sjálfkeyrandi trukka

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hóf árið 2018 að þróa sjálfkeyrandi trukka en hefur nú tekið höndum saman með DFDS, dönsku ferju- og flutningsfyrirtæki, og hafið prófanir innan athafnasvæðis Gautaborgarhafnar. Mikael Karlsson hjá Volvo segir flutning með þessum hætti, með tækni sem ver lágmarks hávaða og engan útblástur, verða æ veigameiri í framtíðinni enda sé ávinningur tækninnar mikill, bæði fyrir atvinnugreinina og samfélagið í heild.

Sjá nánar í grein GreenPort og Venturebeat.com.