Obama veitir fé til uppbyggingar rafinnviða í BNA

Obama hefur samþykkt að  veita allt að 4,5 milljörðum Bandaríkjadala til uppbyggingar rafinnviða og eflingu hleðlustöðva um land allt. Með þessari aðgerð er vonast til að slá megi á svokallaðan drægisótta (e. range anxiety) og er henni einnig ætlað að gera Bandaríkjamönnum kleift að ferðast um land allt og stranda á milli á hreinum rafbílum fyrir árið 2020.

Sjá nánar í frétt Bloomberg.

Enn ívilna vestræn ríki jarðefnaeldsneyti

Þrátt fyrir áratugalanga umræðu um gróðurhúsaáhrif og hnattræna hlýnun er jarðefnaeldsneyti víða enn ívilnað sem gerir það að verkum að það vistvænt eldsneyti og endurnýjanlegir orkugjafar eru síður samkeppnishæft á markaði. Nú í síðustu viku á fundi G20, hópi 20 ríkja með stærstu hagkerfi heims, tókst enn ekki að ná sátt um hvernig draga mætti úr ívilnunum  vegna jarðefnaeldsneytis. Þar stóðu Sádi Arabar helst í vegi fyrir því að samkomulag næðist þrátt fyrir að þeir hafi þegar byrjað að draga úr niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti heima fyrir.

Sjá nánar í frétt Washington Post.

Drög að lífhagkerfisstefnu Íslands kynnt

Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við gerð stefnu um eflingu lífhagkerfisins á Íslandi.
Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert á hinar svonefndu hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og matvælavinnslu.

Nú hafa drög að stefnunni verið birt og eru til kynningar. Þeir sem láta sig þetta málefni varða eru hvattir til að kynna sér drögin og senda athugasemdir eða ábendingar til ráðuneytisins fyrir 20. ágúst 2016.

Sjá nánar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Lífhagkerfisstefna 2016