Er kolefnisgjald tímaskekkja?

Er kolefnisgjald tímaskekkja? Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís segir eftirfarandi í grein sinni í Viðskiptablaðinu:
Hvatning til orkuskipta er góðra gjalda verð en hún verður að vera í takti við raunveruleikann. Orkuskipti fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, ýmsan iðnað og atvinnutæki er ekki raunhæfur kostur sem stendur. Rafvæðing almennra ökutækja er heldur ekki raunhæfur kostur í dag þar sem bæði tæknin og innviðauppbygging er of skammt á veg komin.
Sjá greinina í heild sinni hér.

Vörumst töfralausnir til eldsneytissparnaðar

Fyrr í sumar birtist á Facebook síðum margra Íslendinga myndband Bandaríkjamanns nokkur sem lýsti því hvernig snarminnka megi eldsneytiseyðslu bensínbifreiða. Sá hafði komið fyrir vetnisbúnaði í bíl sínum, sem gerir það að verkum að vélin brennir blöndu vetnis og bensíns í 100% bruna.

Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum á Orkustofnun, rekur rangfærslur mannsins í viðtali við mbl.is hér.

Enn ívilna vestræn ríki jarðefnaeldsneyti

Þrátt fyrir áratugalanga umræðu um gróðurhúsaáhrif og hnattræna hlýnun er jarðefnaeldsneyti víða enn ívilnað sem gerir það að verkum að það vistvænt eldsneyti og endurnýjanlegir orkugjafar eru síður samkeppnishæft á markaði. Nú í síðustu viku á fundi G20, hópi 20 ríkja með stærstu hagkerfi heims, tókst enn ekki að ná sátt um hvernig draga mætti úr ívilnunum  vegna jarðefnaeldsneytis. Þar stóðu Sádi Arabar helst í vegi fyrir því að samkomulag næðist þrátt fyrir að þeir hafi þegar byrjað að draga úr niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti heima fyrir.

Sjá nánar í frétt Washington Post.

Útblástur á líftíma rafbíla er lægri en hefðbundinna bíla

Allar götur síðan rafbílar komu á markað hefur verið deilt um hvort útblástur og mengun í loft, láð og lög vegna framleiðslu þeirra sé slíkur að hann ógildi kolefnissparnað þess að keyra á rafmagni í stað jarðefnaeldsneytis. Rétt er að útstreymi vegna framleiðsluferlisins er hærra fyrir rafbíla en hefðbundna bensín og dísilbíla en þegar á heildina er litið, líftíma þeirra, hafa rafbíla vinninginn. Rannsókn sem Union of Concerned Scientists vann og kom út í nóvember síðastliðnum staðfestir þetta, og niðurstöður fjölmargra annarra rannsókna sem kannað hafa sama viðfangsefni.

Útstreymi vegna framleiðslu Nissan Leaf var 15% hærra en fyrir framleiðslu bensínbíls af sömu stærð en 51% lægra á líftíma bílanna, miðað við að þeir væru keyrðir um 288.000 km.

Sjá nánar um niðurstöðurnar hér og skýrslu um rannsóknina sjálfa hér.

Image result for emissions