Kia vetnisbíll á götuna fyrir 2020

Kóreski bílaframleiðandinn Kia telur vetni vera orkubera framtíðar og áformar að selja vetnisbíla sína á almennum markaði frá árinu 2020. Þangað til mun Kia framleiða 1000 slíka bíla á ári til prófana og auka smíði rafbíla og þannig smám saman draga úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar í frétt mbl.isHybrid Cars og fréttatilkynningu Kia.

Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.

Noregspóstur kaupir 240 rafbíla

Norski pósturinn hefur nú fest kaup á 240 Renault Kangoo Maxi ZE rafbílum og verða þeir afhentir í vikunni í Osló. Er þetta liður í stefnu fyrirtækisins að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020 miðað við losun þess árið 1990. Losun norska póstsins nemur um 1% af heildarkoltvísýringslosun konungsríkisins alls og hlýtur þessi aðgerð því að teljast mikilvægt skref í átt að takmarki norska póstsins.

Sjá nánar á mbl.is og hjá Renault.

Mercedes Benz vetnisbíll í kortunum

Í dag eru það einungis Honda og Toyota sem bjóða upp á vetnisbíla en líklegt er að það breytist á næstu árum. Í tímaritinu Autocar kemur fram að Benz framleiðandinn muni kynna vetnisútgáfu af smájeppanum GLC á bílasýningunni í Frankfurt hausti 2017 og bíllinn verði kominn á götuna 2018.

Sjá nánar á mbl.is og Autocar.

Vindknúnir Renault rafbílar á skosku Hebrides eyjum

Íbúar skosku Hebrides eyjanna eru vanir roki og hafa nú tekið sig til og beislað það. Pentland Road wind farm hefur sett upp sex vindmyllur sem framleiða rafmagn á Renault rafbíla. Rafbílana, sem eru af tegundinn Zoe og Kangoo, má svo leigja í lengri eða styttri ferðir um eyjarnar. Verkefnið hefur það að markmiði að útvega gestum og íbúum eyjanna endurnýjanlega orku og nýta til þess staðhætti.

Sjá nánar hér.

Renault Zoe electric car on the Outer Hebrides

Milljónasti rafbíllinn seldur

Nú nýverið var tilkynnt að seldir hefðu verið alls ein milljón rafbíla á heimsvísu. Ekki nóg með það, heldur hefur um þriðjungur þessara bíla selst á síðustu níu mánuðum, sem hlýtur að teljast prýðilegur árangur. Af þessum fjölda eru 62% hreinir rafbílar og 200.000 þeirra Nissan Leaf.

Sjá nánar í frétt mbl.is og EV Obsession.

Flestir rafbílaeigendur kaupa aftur rafbíl

Í niðurstöðu rannsóknar sem Ford lét vinna nýverið kemur meðal annars fram að rafbílaeigendur halda sig langflestir, eða um 92%, við rafbíla þegar kemur að endurnýjun, frekar en að fjárfesta í bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Könnunin náði til 10.000 rafbílaeigenda í Bandaríkjunum.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Forbes.

Rafbíladagur Iðunnar 25. september

Iðan fræðslusetur stendur fyrir Rafbíladegi þann 25. september næstkomandi frá 13-18 að Vatnagörðum 20. Askja, Bílabúð Benna, BL, Even, Hekla og Toyota munu sýna raf- og tvinnbíla á staðnum en einnig verður boðið upp á örfyrirlestra.

Sjá dagskrá hér.

Allir nýir bílar verði kolefnisfríir árið 2025 í Noregi

Allir nýir bílar skulu vera kolefnisfríir frá árinu 2025; þetta er einn liður í viðleitni Oslóborgar til þess að draga úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda. Þetta kom fram í ræðu Ola Elvestuen, norsks þingmanns, á EV Roadmap 8 ráðstefnu í Portland í Bandaríkjunum í liðinni viku. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í lok árs 2014 markmið um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 40% miðað við árið 1990 fyrir 2030. Þar sem 97% norskrar raforku er nú þegar framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum (vatnsorku) þarf að horfa til samgangna til að minnka kolefnisútblástur. Á meðal markmiða Oslóborgar eru:

  • faratæki til almenningssamgangna noti vistvæna orkugjafa (kolefnislausa) fyrir 2020
  • leigubifreiðar noti eingöngu hreina orku fyrir 2022
Til þess að ná þessum markmiðum hefur norska ríkisstjórnin sett ýmsar ívilnanir vegna rafbíla, sem hafa borið árangur en í dag eru rafbílar í Noregi rúmlega 66.000.
Nánar um fréttina hér.