Samkvæmt nýjum ESB reglum munu nýir rafbílar þurfa að gefa frá sér falskt vélarhljóð við vissar aðstæður. Þetta kemur til af því að rafbílar hafa valdið gangandi vegfarendum vandræðum, sér í lagi blindum og sjónskertum. Því munu rafbílar, frá og með árinu 2021, vera búnir búnaði sem gefur frá sér hljóð, sem líkir eftir hefbundnu vélarhljóði, þegar bílar bakka eða fara á minna en 19 kílómetra hraða á klukkustund.