Í morgun kynnti Orka náttúrunnar niðurstöður innlendrar rannsóknar á kolefnisspori rafbíla við íslenskar aðstæður. Meðal helstu atriða skýrslunnar er að heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Græna orkan fagnar þessu framtaki – skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um orkuskipti og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum!
Sjá nánar um skýrsluna á vefsíðu ON og í umfjöllun á mbl.is.