Skýrsla sem tók saman stefnur og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum ásamt framreiknaðri losun til 2035 og unnin var af sérfræðingum Umhverfisstofnunar (UST) var skilað til Evrópusambandins í mars á þessu ári. Nokkru seinna var unninn útdráttur á íslensku og skýrslan birt almenningi á vef UST. Hér má nálgast hvort tveggja undir fyrirsögninni Skýrsla um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands.
Græna orkan hvetur alla til að kynna sér hvort tveggja enda um mikilvægt málefni að ræða. Samkvæmt fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2018-2030, er líklegt að Ísland þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um eina milljón tonna CO2 eininga til átrsins 2030. Það er því áríðandi að samfélagið allt þurfi að leggja sitt á vogarskálarnar og frumkvæði fyrirtækja, sveitarstjórna, félagasamtaka skiptir þar miklu.