Alls var um 19,5 milljónum króna úthlutað úr styrktarsjóði til fjórtán húsfélaga í Reykjavík á síðasta ári vegna uppsetningar hleðslubúnaðar fyrir rafbíla á lóðum fjöleignarhúsa.
Um er að ræða sjóð á vegum Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur sem liðka á fyrir stórfelldri uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur. Hvor aðili um sig leggur 20 milljónir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 milljónir króna.