Hátækni CRI nýtt í Noregi

Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.

Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.

Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.