BL frumsýnir BMW i3 rafbíl

Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi mun BL frumsýna rafbílinn BMW i3 í húsakynnum sínum við Sævarhöfða milli 12 og 16. Bíllinn hefur víða hlotið góðar viðtökur og var m.a. útnefndur sparneytnasti rafbíll allra tíma af Umhverfistofnun Bandaríkjanna EPA.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is.

Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um ...

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Græna orkan minnir á að skilafrestur tillagna í hugmyndasamkeppni Íslenska sjávarklasans, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Íslenskrar Nýorku um vistvænni skip er 1. september næstkomandi. Valdar hugmyndir verða kynntar á ráðstefnunni Making Maritime Application Greener – 2016 sem haldin verður á Grand Hótel þann 4. október næstkomandi. Í lok ráðstefnunnar mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar.

Sjá nánar á síðu ANR.

vistvæntskip júní-2016

Ráðstefna Grænu orkunnar og Nordic Marina um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Græna orkan vill vekja athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem félagið stendur að í samstarfi við Nordic Marina, norrænt tengslanet um aukningu hluta vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. október frá 8:30 til 17:00. Í lok hennar verða veitt verðlaun í hugmyndasamkeppninni um Vistvæn skip. Fjölmargir fyrirlesarar munu fjalla um norræn verkefni og rannsóknir er tengjast vistvænni orku í haftengdri starfsemi og má þar nefna fulltrúa Wärtsilä, Bellona, Statens Vegvesen í Noregi, Prototech, Háskólans í Reykjavík, Selfa og EFLU. Innifalið í 7000 króna ráðstefnugjaldi er kaffi, hádegismatur, móttaka í lok dags auk ferðar með rafdrifnu seglskútunni Opal.

 Hér má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig til þátttöku: http://nordbio2016.yourhost.is/marina-4-october/

Vörumst töfralausnir til eldsneytissparnaðar

Fyrr í sumar birtist á Facebook síðum margra Íslendinga myndband Bandaríkjamanns nokkur sem lýsti því hvernig snarminnka megi eldsneytiseyðslu bensínbifreiða. Sá hafði komið fyrir vetnisbúnaði í bíl sínum, sem gerir það að verkum að vélin brennir blöndu vetnis og bensíns í 100% bruna.

Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum á Orkustofnun, rekur rangfærslur mannsins í viðtali við mbl.is hér.