Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma raf­orku­kerf­is­ins. Sé raf­orku­álag­inu hins veg­ar stýrt get­ur Orku­veit­an vel annað 50.000 raf­bíl­um. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í loka­verk­efni Kristjáns E. Eyj­ólfs­son­ar til BS-gráðu í raf­magns­tækni­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Sjá nánar í frétt á mbl.is.

 

Fiat-Chrysler mun hætta framleiðslu dísilbíla árið 2022

Financial Times birti nýlega frétt þess efnis að Fiat-Chrysler hygðist greina síðar á árinu frá áætlun um hvernig fyrirtækið muni draga úr framleiðslu dísilbíla í áföngum fram til ársins 2022. Þetta á við mun alla bíla framleiðandans og talið er að meginorsökin sé samdráttur í eftirspurn en einnig aukinn kostnaður.

Sjá nánar í frétt FT og Climate Action.

Hyundai Nexo fær góða dóma

Nexo, nýr vetnisbíll japanska bílaframleiðandans Hyundai, var frumsýndur í liðnum mánuði á Consumer Electronics Show. Hann þykir lipur og kvikur og er búinn margvíslegum öryggiseinkennum auk þess að geta lagt sér sjálfur í stæði.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.

Image result for hyundai nexo

Fyrsti rafvæddi leigubíllinn í London

Nýlega afhenti The London Electric Vehicle Company (LEVC) leigubílstjóranum David Harris lykla að fyrsta rafvædda leigubíl Lundúna borgar. Bíllinn er af gerðinni TX og segir Harris að hann muni spara 5-600 pund á mánuði sem annars færu í eldsneytiskaup. Afhendingin kemur til að reglu sem tók gildi um síðastliðin áramót, en samkvæmt henni þurfa nýir leigubílar að geta haft útblástur innan við 50 grömm CO2 á ekinn kílómeter og hafa 30 mílna drægi með þetta útblástursgildi. Þetta kallast zero emission capable.

Sjá nánar í frétt Climate Action.

 

GreenFleet Magazine útnefnir Renault rafbílasmið ársins

 Green­Fleet Magaz­ine útnefndi Renault nýlega rafbílasmið ársins 2017. Verðlaun Green Fleet koma í kjöl­far fleiri verðlauna sem Renault hef­ur hlotið fyr­ir raf­­bíla sína, en What Car? út­nefndi Zoe besta raf­magns­bíl­inn 2017 og jafn­framt besta notaða raf­magns­bíl­inn 2018. Þá út­nefndi Autocar Zoe frum­kvöðul árs­ins 2017 og Par­kers kaus hann þann um­hverf­i­s­væn­asta 2018.

Sjá nánar í frétt mbl.is og CleanTechnica.

Toyota veðjar á vetnið til framtíðar

Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð.

Sjá nánar í frétt hér.