Tillaga um takmörkun skipaumferðar um þrönga firði Noregs

Orku- og umhverfismálanefnd Noregs hefur ráðlagt Stórþinginu leyfa einungis umferð skipa sem gefa ekki frá sér CO2 útblástur um þrjá firði frá árinu 2026 til þess að stemma stigu við staðbundinni mengun. Stórþing Noregs hefur kallað eftir aðgerðaáætlun um hvernig megi draga úr mengun vegna stórra farþegaskipa og annarrar skipaumferðar á ferðamannastöðum en einnig til þess að innleiða tækni sem hefur lítinn eða engan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Kosið verður um tillögu þessa 3. maí.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech