Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.