Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.
Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.