Græna orkan, Grænni Byggð og Orkustofnun standa fyrir hádegisviðburði sem ber yfirskriftina “Hvað á að gera við metanið?” miðvikudaginn 23. október.
Ræddar verða leiðir til að auka nýtingu metans hér á landi, og hlutverk þess í orkuskiptum, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar aukningar í framleiðslu þess með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu.
Fyrirkomulagið með örlítið öðrum hætti en verið hefur. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:30.
Dagskráin mun verða eftirfarandi:
Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri Þróunar hjá EFLU verkfræðistofu
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg
Fundarstjóri verður Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.