Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.
Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætlað er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar
Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starfsemi.
Loks verður 30 milljónum króna varið í styrki fyrir hleðslustöðvar við gististaði og veitingastaði.
Ákvörðun ráðherranna byggir á tillögum starfshóps sem ráðherrarnir skipuðu síðastliðið haust. Starfshópurinn leitaði samstarfs við Grænu orkuna- samstarfsvettvang um orkuskipti, til að byggja á bestu mögulegu upplýsingum um hvaða nýir innviðir geti best hraðað orkuskiptum, hvort sem þeir eru á landi eða í haftengdri starfsemi. Tillögurnar byggja að miklu leyti á framlagi úr þeirri hugmyndavinnu sem stór hópur úr atvinnulífinu kom að.
Frétt Stjórnarráðsins í heild sinni má lesa hér.
Hér má finna skýrslu Grænu orkunnar og skýrslu starfshóps ráðuneyta er að finna hér.