General Motors kynnti nýja kynslóð tengiltvinnbílsins Chevrolet Volt á bílasýningunni í Detroit í síðustu viku. Drægi hans er 80 km á rafhleðslu en með fullan bensíntank og hleðslu ekur nýr Volt 650 km sem svarar til 5,8 lítra á hverja 100 km.
Ólympíuþorp verði fyrsta vetnisþorpið
Borgarstjórn Tokýó hefur áætlanir um að gera Ólympíuþorpið, aðsetur íþróttafólks á ÓL í Japan árið 2020, að nokkurs konar vetnisþorpi, þar sem rafmagn og heitt vatn verði fengið úr vetnisorku. Þetta verður stærsta tilraunaverkefni með vetnisorku til þessa en vetni er afar mikilvægur fulltrúi næstu kynslóðar orkugjafa samkvæmt orkustefnu stjórnvalda fram til ársins 2030.
Sjá nánar í frétt Japan News.
Kynningardagur Smart, Green and Integrated Transport Challenge
Stjórnarsvið rannsókna og nýsköpunar og stjórnarsvið samgöngu- og flutningamála Evrópusambandsins standa fyrir kynningardegi Smart, Green and Integrated Transport Challenge þann 2. febrúar næstkomandi. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér auglýsingar eftir tillögum fyrir Smart, Green and Integrated Transport Challenge. Verkefnið, sem heyrir undir Horizon 2020, rammaáætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun, miðar að því að auka samkeppnishæfni evrópska samgönguiðnaðarins og þróa samgöngukerfi sem nýtir auðlindir skynsamlega og þjónar bæði hagsmunum almennings og samfélagsins í heild á öruggan og umhverfisvænan hátt.
Nánari upplýsingar um kynninguna og skráningu má finna hér.
Fyrir áhugasama sem ekki sjá sér fært að taka þátt verður helstu kynningum streymt beint á heimasíðu verkefnisins.
Toyota opnar fyrir einkaleyfi tengdum vetnisbílum
Chevrolet Bolt rafbíll kynntur
Chevrolet kynnti nýjan rafbíl sínn, Chevrolet Bolt, á Detroit bílasýningunni sem hófst 12. janúar. Um er að ræða hreinan rafbíl sem nýtir liþíum jóna rafhlöðu með 320 km drægi. Líklegt er að hann komi á markað árið 2017.
Sjá nánar á visir.is og fortune.com
Kia Soul frumsýndur um helgina
Kia Soul verður frumsýndur í Öskju næstkomandi laugardag milli 12-16 í raf- og díselútgáfu.
Rafútgáfa bílsins, Kia Soul EV, hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður um 212 km. Með hefðbundnum heima-tengli tekur 11-14 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en með heimahleðslustöð sem fylgir bílnum tekur 4-5 klukkustundir að hlaða bílinn. Rafhlaða bílsins er með 7 ára ábyrgð.
Hraðhleðslustöð í 101
Orka náttúrunnar opnaði á dögunum fyrstu hraðhleðslustöðina í miðbæ Reykjavíkur. Stöðin er sú níunda sem Orka náttúrunnar reisir á árinu í samstafi við BL og Nissan Europe.
Fram kom á rafbílaráðstefnu, sem haldin var á dögunum, að nýting stöðva fyrirtækisins væri um tvöfalt meiri en notkun þeirra í Noregi.
Alls níu hraðhleðslustöðvar eru nú á suðvestur horni landsins:
Bæjarháls
Sævarhöfða
Skeljungi við Miklubraut
Fríkirkjuveg í Reykjavík
við Smáralind í Kópavogi
IKEA í Garðabæ
Fitjum í Reykjanesbæ
N1 Borgarnesi
Olís á Selfossi
Fyrirhugað er að næsta stöð verði sett upp á Akranesi.
Aukin sparneytni bíla í Kóreu
Bílasmiðirnir Hyundai og Kia áforma að sparneytni bíla þeirra verði 25% sparneytnari en áður fyrir 2020.
Aukin áhersla á hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum
Fram kom á ráðherrafundi orkuráðherra Norðurlandanna að mikilvægt væri að leggja áherslu á aukinn hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fundurinn var haldinn í Keflavík undir forsæti Ragnheiðar Elínar Árnadóttur.
Vetnisbíll Toyota Mirai kynntur til sögunnar
Toyota kynnti á dögunum nýja vetnisbíl framleiðandans sem hefur fengið nafnið Mirai.
Samkvæmt vefsíðu Bloomberg, mun verðið um 63.000 $ eða tæpar 8 milljónir íslenskra króna með stuðningi frá Japönskum stjórnvöldum. Toyota áformar framleiðslu á um 700 Mirai vetnisbíla á næstu árum í Motomachi verksmiðjunni í Japan en um 40 stöðvar hafa verið byggðar í Japan.