Kynningardagur Smart, Green and Integrated Transport Challenge

Stjórnarsvið rannsókna og nýsköpunar og stjórnarsvið samgöngu- og flutningamála Evrópusambandsins standa fyrir kynningardegi Smart, Green and Integrated Transport Challenge þann 2. febrúar næstkomandi. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér auglýsingar eftir tillögum fyrir Smart, Green and Integrated Transport Challenge. Verkefnið, sem heyrir undir Horizon 2020, rammaáætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun, miðar að því að auka samkeppnishæfni evrópska samgönguiðnaðarins og þróa samgöngukerfi sem nýtir auðlindir skynsamlega og þjónar bæði hagsmunum almennings og samfélagsins í heild á öruggan og umhverfisvænan hátt.

Nánari upplýsingar um kynninguna og skráningu má finna hér.

Fyrir áhugasama sem ekki sjá sér fært að taka þátt verður helstu kynningum streymt beint á heimasíðu verkefnisins.

Kia Soul frumsýndur um helgina

Kia Soul verður frumsýndur í Öskju næstkomandi laugardag milli 12-16 í raf- og díselútgáfu.

Rafútgáfa bílsins, Kia Soul EV, hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður um 212 km. Með hefðbundnum heima-tengli tekur 11-14 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en með heimahleðslustöð sem fylgir bílnum tekur 4-5 klukkustundir að hlaða bílinn. Rafhlaða bílsins er með 7 ára ábyrgð.

Sjá nánari umfjöllun á mbl.is

 

Hraðhleðslustöð í 101

Orka náttúrunnar opnaði á dögunum fyrstu hraðhleðslustöðina í miðbæ Reykjavíkur. Stöðin er sú níunda sem Orka náttúrunnar reisir á árinu í samstafi við BL og Nissan Europe.

Fram kom á raf­bílaráðstefnu, sem hald­in var á dög­un­um, að nýt­ing stöðva fyr­ir­tæk­is­ins væri um tvö­falt meiri en notkun þeirra í Nor­egi.

Alls níu hraðhleðslustöðvar eru nú á suðvestur horni landsins:

Bæj­ar­háls

Sæv­ar­höfða

Skelj­ungi við Miklu­braut

Frí­kirkju­veg í Reykja­vík

við Smáralind í Kópa­vogi

IKEA í Garðabæ

Fitj­um í Reykja­nes­bæ

N1 Borg­ar­nesi

Olís á Sel­fossi

Fyrirhugað er að næsta stöð verði sett upp á Akra­nesi.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Vetnisbíll Toyota Mirai kynntur til sögunnar

Toyota kynnti á dögunum nýja vetnisbíl framleiðandans sem hefur fengið nafnið Mirai.

Hér má sjá kynningu Toyota

Samkvæmt vefsíðu Bloomberg, mun verðið um 63.000 $ eða tæpar 8 milljónir íslenskra króna með stuðningi frá Japönskum stjórnvöldum. Toyota áformar framleiðslu á um 700 Mirai vetnisbíla á næstu árum í Motomachi verksmiðjunni í Japan en um 40 stöðvar hafa verið byggðar í Japan.

 

 

 

 

 

 

 

Rafbílaráðstefna Verkfræðingafélag Íslands

Síðastliðinn fimmtudag var vegleg rafbílaráðstefna í boði Verkfræðingafélag Íslands.

Undanfarið hefur orðið mikil aukning í úrvali rafbíla og voru þær tegundir sem  í boði eru þar til sýnis.

Forseti Íslands setti ráðstefnuna og ræddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mikilvægi þess að vinna að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í þessum málum til framtíðar.

Fyrirlestrar ráðstefnunnar verða aðgengilegir hér.

Sigmundur Davíð

 

 

 

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014

Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs.  Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50,000 rafbílum í notun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis.  Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19,  kl. 13 -17:30. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og áhugaaðilum um rafbíla bent á að tryggja sér sæti og skrá sig sem fyrst á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300. Ókeypis er á ráðstefnuna sem er á íslensku nema erindi hins norska fyrirlesara sem er á ensku.