Munu raforkugeymslur við hraðbrautir flýta fyrir útbreiðslu hleðslustöðvanets um meginland Evrópu?

Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.

Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.

Norska vegagerðin býður út hönnun vetnisferju

Norska vegagerðin hefur nú boðið út hönnun og smíða ferju sem ganga á á milli Hjelmeland-Nesvik-Skipavik. Um er að ræða tvær 80 bíla ferjur, þar sem önnur á að vera knúin vetni a.m.k. helming tímans en hin á að vera rafknúin.

Norðmenn hafa undanfarinn áratug verið framarlega í rafvæðingu ferjuflota síns og um leið samdrætti í útblæstri vegna samgangna á landi og legi.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech.