Verkefni um rafdrifna ferju í Noregi styrkt af Horizon 2020

Nýverið var tilkynnt að NCE Maritime CleanTech í Noregi hefði hlotið 11,5 milljón evra styrk úr Horizon 2020 prógrammi Evrópusambandsins til að þróa rafdrifna ferju sem ganga mun á milli Stavanger og Hommersåk.

Við hjá Grænu orkunni hlökkum til að fylgjast með verkefninu á næstu árum. Sjá nánar í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrsti rafvæddi leigubíllinn í London

Nýlega afhenti The London Electric Vehicle Company (LEVC) leigubílstjóranum David Harris lykla að fyrsta rafvædda leigubíl Lundúna borgar. Bíllinn er af gerðinni TX og segir Harris að hann muni spara 5-600 pund á mánuði sem annars færu í eldsneytiskaup. Afhendingin kemur til að reglu sem tók gildi um síðastliðin áramót, en samkvæmt henni þurfa nýir leigubílar að geta haft útblástur innan við 50 grömm CO2 á ekinn kílómeter og hafa 30 mílna drægi með þetta útblástursgildi. Þetta kallast zero emission capable.

Sjá nánar í frétt Climate Action.

 

Verð á raforku frá vindorku í landi orðið jafnt

Í nýútkominn skýrslu IRENA (Alþjóðastofnun um endurnýjanlega orkugjafa) Renewable Power Generation Costs 2017 kemur fram að orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haldið áfram að falla á árinu 2017. Enn fremur segir í skýrslunni að verð á raforku frá vindorku í landi hafi lækkað um 18% á árunum 2010 til 2017 og sé nú um USD 0.04/kWh, sem er mjög samkeppnishæft.

Sjá nánar í útdrætti og skýrslunni í heild.

Image result for vindorka

Umhverfisráðstefna Gallup 11. janúar

Gallup ásamt samstarfsaðilum býður til morgunráðstefnu í Norðurljósasal Hörpu 11. janúar næstkomandi. Þar munu sérfræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála.

Sjá nánar í hlekk um ráðstefnuna og skráningu en einnig á Facebook.