Vefviðburður 23. juní: Framleiðsla rafeldsneytis á Íslandi

Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Parísarsamkomulagsins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040.

Notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum veldur um helming af CO2 losun sem er á beinni ábyrgð Íslands. Því er mikilvægt að meta þá kosti sem við höfum og þær fjárfestingar sem þarf til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir aðra orkugjafa í samgöngum á landi, á sjó og í lofti.

Hluti af þeirri lausn er að nota beint endurnýjanlegt rafmagn til að knýja samgöngutæki, en í sumum tilvikum er það ekki raunhæfur möguleiki.Icefuel (Icelandic Electrical Fuel) hefur fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga, greint valkosti varðandi mögulegt framtíðareldsneyti og gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum.

Skýrsla þessi snertir á fýsileika þess að framleiða rafeldsneyta á Íslandi auk þess að skýra af hverju rafeldsneyti er hluti af því að ná loftslagsmarkmiðum.

Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri Icefuel mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar á vefviðburði Grænu orkunnar í hádeginu 23. júní. Fylgjast má með í beinni útsendingu á Zoom.

Skýrsluna má finna á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Sjá nánar á Facebook.

Aðalfundur Grænu orkunnar 2021

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fír fram þriðjudaginn 4. maí 2021 9:00-10:00 og var rafrænn að þessu sinni.

Dagskrá aðalfundar var sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Breytingar á samþykktum
  • Ákvörðun árgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Skýrslu stjórnar má nálgast hér:

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga.


Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 27. apríl 2021, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.


Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára. Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 27. apríl 2021.

Vefviðburður um Orkusjóð 23. mars

Græna orkan og Orkustofnun stóðu sameiginlega fyrir vefviðburði í hádeginu 23. mars 2021 sem bar yfirskriftina „Orkusjóður – hlutverk hans í orkuskiptum.“

Hlutverk Orkusjóðs er meðal annars að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Á veffundinum ræddi Ragnar Ásmundsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, aðkomu Orkusjóðs í orkuskiptum og áherslur undanfarinna ára auk þess sem hann skyggndist inn í framtíð orkuskipta á Íslandi.

Viðburðurinn fór fram í beinni útsendingu á Zoom en hér má nálgast upptöku frá viðburðinum.

Aðalfundur Grænu orkunnar

Aðalfundur Grænu orkunnar fór fram miðvikudaginn 10. apríl síðastliðinn. Á fundinum voru tveir nýir stjórnarmenn kjörnir sem munu sitja í tvö ár fyrir hönd atvinnulífsins en það voru þau Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, og María Jóna Magnúsdóttir, Bílgreinasambandinu. Græna orkan býður þau velkomin til starfa og þakkar jafnframt Gunnari Páli Stefánssyni hjá Mannviti fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin tvö ár.

Að loknum aðalfundinum hélt Erik Lorentzen, Norska rafbílasambandinu fyrirlestur um þróun rafbílavæðingar í Noregi og næstu skref hennar til framtíðar. Um 70 manns mættu á fyrirlesturinn en einnig var streymt frá fundinum í beinni útsendingu á Facebook. Hér má finna upptöku af fyrirlestrinum og hér má nálgast glærur Eriks á pdf sniðmáti.

Viðburðir framundan í janúar

Image result for events

Hér er stutt yfirlit yfir viðburði tengdum umhverfismálum og orkuskiptum sem fara fram á næstu dögum.

17. janúar 8:30-12:15 Harpa Janúarráðstefna Festu

18. janúar 8:30-11:15 Harpa Umhverfisráðstefna Gallup

23. janúar 8-10 Grand Hótel Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Sjálfbærnimarkmið SÞ og samfélagsábyrgð tæknistétta

24. janúar 13-15 Grensásvegur 9 Ísorka stendur fyrir fundi sem ber heitið Snjallvæðing rafbílahleðslu á Íslandi

24. janúar 13-15 Skúlagötu 4 Íslensk NýOrka og Hafið kynna Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum

Rafmagnsstrætóar í fulla notkun sumarið 2018

Fjórir rafmagnsstrætisvagnar af gerðinni Yutong af fjórtán eru komnir til landsins og hafa verið í reynsluakstri undanfarnar vikur. Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, segist búast við að vagnarnir verði komnir í fulla notkun á áætlunarleiðum seint í sumar.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

BMW höfuðstöðvar minna á rafhlöður

Höfuðstöðvum BMW í München, sem löngum hafa verið kallaðar “sýlindrarnir fjórir” vegna útlits síns, var breytt nýlega, líklega til marks um stefnu stjórnenda BMW. Nú lítur byggingin út eins og fjórar rafhlöður og þar að auki stendur: Framtíðin felst í rafmagninu. Har­ald Krü­ger, stjórn­ar­formaður BMW Group, hefur einmitt sagt að stjórnin sé í eng­um vafa um þá staðreynd að raf­mótor­ar í bíl­um vísi veg­inn til framtíðar og ráði miklu um vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfuðstöðvar BMW í München. Turnarnir fjórir minna á rafhlöður.

Gleðilega hátíð!

Græna orkan óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar árið sem er að líða. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins 2017!

Image result for environmental xmas

Orka úr saltpækli notuð í rafbíl

Frumkvöðlafyrirtækið Nanoflowcell tilkynnti nýverið að því hefði tekist að þróa aðferð til að nýta saltpækil sem aflgjafa fyrir rafbíla. Tækn­in bygg­ist á því að tvenns kon­ar raf­vökva, jóna­lausn­um, er dælt í sitt hvorn tank í bíl Nanoflowcell, sem kallast Quarantino. Er vökv­arn­ir bland­ast hand­an svokallaðrar flæðiskilj­u verður til raf­lausn er leys­ir frá sér raf­orku til að knýja bíl­inn. Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldandi prófun og þróun Quarantino bílsins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.