Viðburðir framundan í janúar

Image result for events

Hér er stutt yfirlit yfir viðburði tengdum umhverfismálum og orkuskiptum sem fara fram á næstu dögum.

17. janúar 8:30-12:15 Harpa Janúarráðstefna Festu

18. janúar 8:30-11:15 Harpa Umhverfisráðstefna Gallup

23. janúar 8-10 Grand Hótel Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Sjálfbærnimarkmið SÞ og samfélagsábyrgð tæknistétta

24. janúar 13-15 Grensásvegur 9 Ísorka stendur fyrir fundi sem ber heitið Snjallvæðing rafbílahleðslu á Íslandi

24. janúar 13-15 Skúlagötu 4 Íslensk NýOrka og Hafið kynna Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum

Rafmagnsstrætóar í fulla notkun sumarið 2018

Fjórir rafmagnsstrætisvagnar af gerðinni Yutong af fjórtán eru komnir til landsins og hafa verið í reynsluakstri undanfarnar vikur. Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, segist búast við að vagnarnir verði komnir í fulla notkun á áætlunarleiðum seint í sumar.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

BMW höfuðstöðvar minna á rafhlöður

Höfuðstöðvum BMW í München, sem löngum hafa verið kallaðar “sýlindrarnir fjórir” vegna útlits síns, var breytt nýlega, líklega til marks um stefnu stjórnenda BMW. Nú lítur byggingin út eins og fjórar rafhlöður og þar að auki stendur: Framtíðin felst í rafmagninu. Har­ald Krü­ger, stjórn­ar­formaður BMW Group, hefur einmitt sagt að stjórnin sé í eng­um vafa um þá staðreynd að raf­mótor­ar í bíl­um vísi veg­inn til framtíðar og ráði miklu um vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfuðstöðvar BMW í München. Turnarnir fjórir minna á rafhlöður.

Gleðilega hátíð!

Græna orkan óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar árið sem er að líða. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins 2017!

Image result for environmental xmas

Orka úr saltpækli notuð í rafbíl

Frumkvöðlafyrirtækið Nanoflowcell tilkynnti nýverið að því hefði tekist að þróa aðferð til að nýta saltpækil sem aflgjafa fyrir rafbíla. Tækn­in bygg­ist á því að tvenns kon­ar raf­vökva, jóna­lausn­um, er dælt í sitt hvorn tank í bíl Nanoflowcell, sem kallast Quarantino. Er vökv­arn­ir bland­ast hand­an svokallaðrar flæðiskilj­u verður til raf­lausn er leys­ir frá sér raf­orku til að knýja bíl­inn. Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldandi prófun og þróun Quarantino bílsins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Græna orkan minnir á að skilafrestur tillagna í hugmyndasamkeppni Íslenska sjávarklasans, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Íslenskrar Nýorku um vistvænni skip er 1. september næstkomandi. Valdar hugmyndir verða kynntar á ráðstefnunni Making Maritime Application Greener – 2016 sem haldin verður á Grand Hótel þann 4. október næstkomandi. Í lok ráðstefnunnar mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar.

Sjá nánar á síðu ANR.

vistvæntskip júní-2016

Olíuinnflutningur drægist saman um 40% með rafbílavæðingu

Með aukinni notkun rafbíla væri unnt að draga úr olíuinnflutningi um 40% og lækka eldsneytiskostnað bifreiðaeigenda í Bretlandi um rúmlega 200.000 krónur á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem  Cambridge Econometrics gerði fyrir European Climate Foundation.

Ef gert er ráð fyrir stöðugri aukningu rafbíla á næstu árum og að fjöldi þeirra nái 6 milljónum í Bretlandi árið 2030 væri unnt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 47% þar í landi fyrir 2030. Fram kemur þó að til þess að rafbílavæðingin megi verða að veruleika sé nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum því enn eru hleðslustöðvar fáar.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Guardian

Vélahitarar spara eldsneyti og draga úr mengun

Eldsneytiskostnaður er án efa stór liður í rekstri heimila og samhliða hækkandi olíuverði undandarin ár hefur þörf fyrir sparnaðarleiðir aukist.

Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fíb, segir frá ýmsum sparnaðaraðgerðum sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd í grein Karls Eskils Pálssonar á bílasíðu mbl.is. Vélahitara má til að mynda nota til að hita kælivatn nokkru áður en ekið er af stað á morgni. Þá fer bíllinn strax í gang og mistöðin blæs heitu lofti. Með þessu móti sparast eldsneyti fyrstu 4-5 aksturskílómetrana, dregið er úr vélasliti og bifreiðar gefa frá sér a.m.k. 30% minna af mengunarefnum.

Sjá nánar hér.