Nýjungar hjá Audi

Audi kynnti margar spennandi nýjungar á hinni árlegu bílasýningu í Detroit í janúar. Framleiðandinn mun á næstu árum meðal annars bjóða upp á bíla með öðrum aflgjöfum en jarðefnaeldsneyti, t.d. vetnisbílinn Audi h-tron quattro concept og tengiltvinnbílinn Audi Q7 .

Sjá nánar í frétt mbl.is hér.

Kia vetnisbíll á götuna fyrir 2020

Kóreski bílaframleiðandinn Kia telur vetni vera orkubera framtíðar og áformar að selja vetnisbíla sína á almennum markaði frá árinu 2020. Þangað til mun Kia framleiða 1000 slíka bíla á ári til prófana og auka smíði rafbíla og þannig smám saman draga úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar í frétt mbl.isHybrid Cars og fréttatilkynningu Kia.

Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.

Mercedes Benz vetnisbíll í kortunum

Í dag eru það einungis Honda og Toyota sem bjóða upp á vetnisbíla en líklegt er að það breytist á næstu árum. Í tímaritinu Autocar kemur fram að Benz framleiðandinn muni kynna vetnisútgáfu af smájeppanum GLC á bílasýningunni í Frankfurt hausti 2017 og bíllinn verði kominn á götuna 2018.

Sjá nánar á mbl.is og Autocar.

Danir ívilna vetnisbílum til 2018

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita áfram skattaafslátt vegna kaupa á vetnisbílum til ársins 2018, en til stóð að gildistími ívilnana yrði til ársloka 2015. Þessu fagnar sérstaklega fyrirtækið H2 Logic sem rekur í dag 7 vetnisstöðvar víðs vegar um Danmörku og gerir ráð fyrir að opn 4 til viðbótar á næsta ári.

Sjá nánar í fréttatilkynningu H2 Logic.

H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME

Stór vetnisstöð fyrirhuguð í San Fransisco

Bygging stærstu vetnisstöðvar heims er fyrirhuguð í San Fransisco innan fárra ára. Verkefnið, sem styrkt er bæði af hinu opinbera og einkaaðilum, miðar að því að reisa vetnisstöð sem þjónar farartækjum á landi og sjó. Framleiðslugeta hennar verður um 1500 kg vetnis á dag, en þar af mun ný vetnisferja þurfa tvo þriðju hluta þess magns.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.

 

Fiat Chrysler veðjar á vetnisbíla til framtíðar

Umræður um arftaka jarðefnaeldneytis sem orkugjafa bíla heldur áfram: hinn eilífi samanburður vetnis og rafmagns. Harald Wester, framkvæmdastjóri tæknisviðs Fiat Chrysler, telur vetni munu hafa vinninginn fram yfir rafmagn sem orkugjafi til framtíðar. Í þessu sambandi vildi hann þó ekki tjá sig um uppbyggingu innviða fyrir vetnisbifreiðar og vildi ekki gera mikið úr því hversu einfalt sé að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla.

Smellið hér fyrir grein og viðtal við Wester.

2016 útgáfa Fiat 500 (Mynd: AutoExpress.co.uk)

Hyundai í Svíþjóð framleiðir hlaðvörp um vetni

Á mánudaginn var frumflutti Hyundai í Svíþjóð fyrsta hlaðvarp (e. podcast) sitt um vetni. Tilgangurinn með því að bjóða upp á fræðslu um vetni sem orkubera er að auka þekkingu almennings og uppræta ýmsar mýtur sem fylgt hafa umræðu um tæknina. Hlaðvörpin verða tíu talsins og mun stjórnandinn, Mattias Goldmann, ræða við vísindamenn, stjórnmálamenn og ýmsa sérfræðinga um möguleika á notkun vetnis í dag, með það fyrir augum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Hér má hlýða á fyrstu tvö hlaðvörpin.

Samningur um vetnisstöð á Arlanda flugvelli

Linde Group hefur í gegnum norrænt útibú sitt AGA gert samning um að reisa vetnisstöð á Arlanda flugvelli fyrir utan Stokkhólm. Stöðin, sem verður sú stærsta sinnar tegundar í Svíþjóð, mun geta sinnt 180 áfyllingum á dag, og við 700 bara þrýsting mun dælingin einungis taka 3 mínútur. Roger Andersson, þróunarstjóri hjá AGA Clean Energy, telur vetnisbíla með yfir 500 km drægi munu gegna mikilvægu hlutverki við að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum fyrir 2030.

Sjá frétt Gasworld

1500 Mirai vetnisbílar seldir

Frá því Toyota kynnti Mirai vetnisbíl sinn um miðjan nóvember síðasta árs hafa pantanir fyrir 1500 bíla borist. Meirihluti þeirra, eða 60%, er frá ríkisstofnunum og fyrirtækjum. Viðbrögðin fara fram úr björtustu vonum Toyota manna, sem höfðu áætlað að seldir yrðu 400 bílar á árinu 2015.

Sjá frétt á mbl.is og Wall Street Journal