Græna orkan, ásamt Hafinu, Nordic Marina og Stofnun Sæmundar fróða stendur fyrir örfyrirlestrum um vistvæna haftengda starfsemi um borð í varðskipinu Þór (sjá nákvæma staðsetningu á korti) á morgun fimmtudag.
Dagskráin verður eftirfarandi:
14:00 Fundarsetning: Bryndís Skúladóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar
14:10 Örfyrirlestrar
- Landhelgisgæslan, Ásgrímur Ásgrímsson – Starfsemi Landhelgisgæslunnar umhverfis Ísland
- Nordic Marina, Ágústa S. Loftsdóttir – Samstarfsvettvangur um samdrátt í losun frá haftengdri starfsemi
- Norðursigling, Árni Sigurbjarnarson – Rafseglbátur Norðursiglingar
- Carbon Recycling International, Benedikt Stefánsson – Framleiðsla metanóls á Íslandi og notkun sem skiptaeldsneyti
- EFLA, Eva Yngvadóttir – Umhverfisvænar leiðir EFLU
- Hafið, Sigríður Ragna Sverrisdóttir – Hafið: Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, Sigríður Ragna Sverrisdóttir
- ARK Technology, Þorsteinn Svanur Jónsson – Umhverfisstjórn hjá ARK Technology
15:30 Fyrirspurnir og umræður
Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur verði 8-10 mínutur og tími gefist fyrir 1-2 stuttar spurningar að hverjum þeirra loknum. Fundarstjóri verður Bryndís Skúladóttir.
Þátttaka er ókeypis og öllum opin en vinsamlega sendið skráningu til amk@newenergy.is.
Bílastæði eru í Hörpu og gegnt Kolaporti.
