Vistvænir bílar eru í stórsókn

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir vistvæna bíla vera í stórsókn og í dag bjóði Hekla upp á 40 mismunandi bíltegundir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda.  Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra.

Sjá nánar í frétt úr bílablaði mbl.is.

Bill Gates kallar eftir kraftaverki í orkumálum

Bill Gates segir í nýlegu viðtali við The Atlantic að einkageirinn sé einfaldlega of eigingjarn til að þróa hreina og hagkvæma orkugjafa sem leyst gætu jarðefnaeldsneyti af hólmi. Í sama viðtali tilkynnti hann um 2 milljarða dollara framlag til málefnisins og skoraði á aðra til að gera slíkt hið sama, til þess að Bandaríkin mættu verða kolefnislaus árið 2050.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Vetnislest prófuð í Þýskalandi

Franski lestaíhlutaframleiðandinn Alstom hefur nú hafið prófanir á vetnisdrifinn lest sinni, Coradia iLint, en reiknað er með að hún verði tekin í notkun í desember 2017. Þá mun lestin, sem hefur um 500 km drægi og mun ganga á milli Buxtehude og Cuxhaven, ganga fyrir vetni sem er afgangsafurð frá efnaiðnaði á svæðinu.

Sjá nánar í frétt hér.

Alstom Coradia iLint hydrogen fuel-cell train