Úthlutun Orkusjóðs til uppbyggingar rafinnviða kynnt

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21).

Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar.

Sjá nánar í tilkynningu ráðuneytisins hér.

Hleðslustöðvar 2016

Vistvænir bílar eru í stórsókn

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir vistvæna bíla vera í stórsókn og í dag bjóði Hekla upp á 40 mismunandi bíltegundir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda.  Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra.

Sjá nánar í frétt úr bílablaði mbl.is.

Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.

BL frumsýnir BMW i3 rafbíl

Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi mun BL frumsýna rafbílinn BMW i3 í húsakynnum sínum við Sævarhöfða milli 12 og 16. Bíllinn hefur víða hlotið góðar viðtökur og var m.a. útnefndur sparneytnasti rafbíll allra tíma af Umhverfistofnun Bandaríkjanna EPA.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is.

Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um ...

Obama veitir fé til uppbyggingar rafinnviða í BNA

Obama hefur samþykkt að  veita allt að 4,5 milljörðum Bandaríkjadala til uppbyggingar rafinnviða og eflingu hleðlustöðva um land allt. Með þessari aðgerð er vonast til að slá megi á svokallaðan drægisótta (e. range anxiety) og er henni einnig ætlað að gera Bandaríkjamönnum kleift að ferðast um land allt og stranda á milli á hreinum rafbílum fyrir árið 2020.

Sjá nánar í frétt Bloomberg.