Norðursigling tilnefnd til nýsköpunarverðlauna WTTC

Norðursigling á Húsavík hefur nú verið tilnefnd til WTTC Tourism of Tomorrow verðlauna. Fyrir rafmagnsskútuna Opal, er Norðursigling tilnefnd fyrir að vera fyrsta fyrirtæki heims til að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir. Þróun Opals sem umhverfisvæns báts fór fram með Rensea verkefni sem fjármagnað var af Nordic Innovation og var samstarfsverkefni Norðursiglingar og Bellona, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskrar NýOrku, Naust Marine, Lakeside Excursions, Wave Propulsion, Caterpillar og Clean eMarine.

Sjá nánar í frétt Nordic Innovation og Norðursiglingar.

Noregspóstur kaupir 240 rafbíla

Norski pósturinn hefur nú fest kaup á 240 Renault Kangoo Maxi ZE rafbílum og verða þeir afhentir í vikunni í Osló. Er þetta liður í stefnu fyrirtækisins að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020 miðað við losun þess árið 1990. Losun norska póstsins nemur um 1% af heildarkoltvísýringslosun konungsríkisins alls og hlýtur þessi aðgerð því að teljast mikilvægt skref í átt að takmarki norska póstsins.

Sjá nánar á mbl.is og hjá Renault.

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 11. desember 2015

Föstudaginn 11. desember um Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í sal Arion banka, Borgartúni 19. Dagskráin verður sem hér segir:

13:00    Setning ráðstefnu, Kristinn Andersen, formaður VFÍ og ráðstefnustjóri.

13:10    Stefnumótun íslenskra stjórnvalda – Hvað hefur gerst?
Jón Björn Skúlason, framkv.stj. Íslenskrar nýorku.

13:30   Áhugi og hagsmunir neytenda.
Runólfur Ólafsson, framkv.stj. Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

13:50   Hraðhleðslustöðvar ON.
Jón Sigurðsson, viðskiptastjóri ON.

14:10   Sjálfbær uppbygging innviða fyrir rafbíla.
            Axel Rúnar Eyþórsson, e1.

14:30   Aðferð KPMG við nálgun sannvirðis.
Val Gautaborgar á milli dísel- og rafmagsstrætós.
            Gunnar Tryggvason, verkfræðingur hjá KPMG.

14:50   Kaffihlé

15:20   Kynningar bílaumboða og reynsla rafbílaeiganda.
            Bílaumboðin kynna það nýjasta í rafbílum.
Þórður Helgason, rafmagnsverkfræðingur og eigandi rafbíls.

16:10   Umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnuslit.

Sjá nánar hér, á síðu RVFÍ.

Norðursigling hlýtur verðlaun fyrir rafknúna hvalaskoðunarbátinn Opal

Norðursigling á Húsavík hlaut í liðinni viku silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 fyrir Opal verkefni sitt, en Opal er rafknúinn hvalaskoðunarbátur, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki hlýtur verðlaun á sýningunni World Travel Market.

Þá er einungis hálfur mánuður síðan fyritækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2015.

Sjá nánar á mbl.is og á vef Ferðamálastofu.

 

 

Vindknúnir Renault rafbílar á skosku Hebrides eyjum

Íbúar skosku Hebrides eyjanna eru vanir roki og hafa nú tekið sig til og beislað það. Pentland Road wind farm hefur sett upp sex vindmyllur sem framleiða rafmagn á Renault rafbíla. Rafbílana, sem eru af tegundinn Zoe og Kangoo, má svo leigja í lengri eða styttri ferðir um eyjarnar. Verkefnið hefur það að markmiði að útvega gestum og íbúum eyjanna endurnýjanlega orku og nýta til þess staðhætti.

Sjá nánar hér.

Renault Zoe electric car on the Outer Hebrides

Milljónasti rafbíllinn seldur

Nú nýverið var tilkynnt að seldir hefðu verið alls ein milljón rafbíla á heimsvísu. Ekki nóg með það, heldur hefur um þriðjungur þessara bíla selst á síðustu níu mánuðum, sem hlýtur að teljast prýðilegur árangur. Af þessum fjölda eru 62% hreinir rafbílar og 200.000 þeirra Nissan Leaf.

Sjá nánar í frétt mbl.is og EV Obsession.

Flestir rafbílaeigendur kaupa aftur rafbíl

Í niðurstöðu rannsóknar sem Ford lét vinna nýverið kemur meðal annars fram að rafbílaeigendur halda sig langflestir, eða um 92%, við rafbíla þegar kemur að endurnýjun, frekar en að fjárfesta í bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Könnunin náði til 10.000 rafbílaeigenda í Bandaríkjunum.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Forbes.