Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Næstkomandi miðvikudag, 2. desember, verður haldin kynning á samstarfsáætlunum Evrópusambandsins um umhverfi, lofstlagsmál og auðlindir. Attilo Gambardella, verkefnisstjóri frá aðalskrifstofu áætlunarinnar í Brussel, mun kynna áætlunina. Kynningin verður haldin frá 14-16 í fundarsal á 6. hæð í Borgartúni 30. Aðgangur er ókeypis en áhugasamir eru beðnir að skrá sig til þátttöku fyrir 1. desember hér.

H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum en sjóður styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til þróunar og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og ekki síður sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi. Úthlutað er tvisvar á ári og tekið er á móti umsóknum um styrki úr sjóðnum til 10. október 2015.

Sjá nánar hér og umsókn er að finna hér.

ESB styrkir verkefni um þróun stórrar rafmagnsferju

Evrópusambandið mun taka þátt í fjármögnun verkefnis sem gengur út á að þróa fyrstu ferju heims af miðlungs stærð sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Ferjan mun ganga fyrir tveimur rafhlöðum sem samtals gefa orku upp á 3800 kílóvattstundir. Tveir rafmótorar munu hvor um sig gefa 750 kW.

Verkefnið, sem nefnist e-Ferry, er samstarf danskra, norskra og grískra aðila og hlaut nýverið 16 milljón evra styrk frá ESB. Áætlað er að ferjan verði tilbúin árið 2017 og muni ferja bíla og farþega milli Ærö eyju og meginlands Danmerkur.

Sjá nánar í frétt the Maritime Executive.

Stefnumótunarfundur Rannsóknasjóðs 27. mars

Boðað hefur verið til opins fundar Rannsóknasjóðs föstudaginn 27. mars næstkomandi. Þar verða tillögur stjórnar sjóðsins byggðar á útkomu fyrri stefnumótunarfunda kynntar. Þátttakendum gefst tækifæri til að ræða tillögurnar í verkefnahópum og umræðum.

Allir eru velkomnir, sem áhuga hafa á að taka þátt í stefnumótun sjóðsins til framtíðar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Dagskráin verður eftirfarandi:

13:30-13:45 Rannsóknasjóður í ljósi aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2014-2016.
Guðrún Nordal formaður stjórnar Rannsóknasjóðs.

13:45-14:00 Stefnumótunartillögur Rannsóknasjóðs.
Eiríkur Stephensen, sérfræðingur hjá Rannís.

14:00-15:00 Hópavinna

15:00 – 15:15 Kaffi

15:15 – 16:30 Umræður