Ísland verði í farabroddi í orkuskiptum

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallaði á dögunum í leiðara um rafvæðingu bílaflotans. Hún sagði meðal annars:

Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi.

Sjá nánar hér.

 

Shell telur vetni koma að samdrætti í útblæstri frá samgöngum

Í nýútkominni skýrslu Shell um framtíð orkumála á heimsvísu og hvernig bregðast megi við gróðurhúsaáhrifum, kemur fram að fyrirtækið telji að notkun vetnis muni nema um 10% af orkunotkun heimsbyggðarinnar í aldarlok. Þá segir einnig að vetni muni spila veigamikið hlutverk í samdrætti gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum.

Sjá nánár í frétt Guardian og tilkynningu frá Shell.

Opið fyrir umsagnir um skýrsludrög starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir.  Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum.

Í samráðsgátt má nálgast skýrsluna og senda umsögn.

Opið er fyrir innsendingu umsagna um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis 23. febrúar til og með 16. mars 2018. Við hvetjum félaga Grænu orkunnar til að kynna sér drögin og senda umsagnir um málið.

Image result for alternative fuels

Enn hampar Trump kolum

Nýverið óskaði óskaði ríkisstjórn Trump eftir 72% niðurskurði á fjárveitingum til verkefna og rannsókna tengdum endurnýjanlegri orku og orkusparnaði fyrir árið 2019. Er þetta í takt við orð forsetans í árlegri stefnuræðu sinni, þar sem hann fjallaði um “fallegu hreinu kolin.”

Sjá nánar í frétt Washington Post.

Fyrsti rafvæddi leigubíllinn í London

Nýlega afhenti The London Electric Vehicle Company (LEVC) leigubílstjóranum David Harris lykla að fyrsta rafvædda leigubíl Lundúna borgar. Bíllinn er af gerðinni TX og segir Harris að hann muni spara 5-600 pund á mánuði sem annars færu í eldsneytiskaup. Afhendingin kemur til að reglu sem tók gildi um síðastliðin áramót, en samkvæmt henni þurfa nýir leigubílar að geta haft útblástur innan við 50 grömm CO2 á ekinn kílómeter og hafa 30 mílna drægi með þetta útblástursgildi. Þetta kallast zero emission capable.

Sjá nánar í frétt Climate Action.

 

Umhverfisráðstefna Gallup 11. janúar

Gallup ásamt samstarfsaðilum býður til morgunráðstefnu í Norðurljósasal Hörpu 11. janúar næstkomandi. Þar munu sérfræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála.

Sjá nánar í hlekk um ráðstefnuna og skráningu en einnig á Facebook.

Ný áætlun ESB um vistvænar samgöngur

Ný áætlun ESB miðar að því að útblástur farþegabíla og sendiferðabifreiða á koldíoxíði dragist saman um 15% árið 2025 miðað við 2021 og 30% árið 2030. Með áætluninni er markmiðið að hvetja bílaframleiðendur til að auka framleiðslu vistvænna bifreiða með því að beita þá sektum sem ekki ná takmarki og verðlauna þá sem það gera.

Sjá nánar hér í frétt Climate Action.