Norska vegagerðin býður út hönnun vetnisferju

Norska vegagerðin hefur nú boðið út hönnun og smíða ferju sem ganga á á milli Hjelmeland-Nesvik-Skipavik. Um er að ræða tvær 80 bíla ferjur, þar sem önnur á að vera knúin vetni a.m.k. helming tímans en hin á að vera rafknúin.

Norðmenn hafa undanfarinn áratug verið framarlega í rafvæðingu ferjuflota síns og um leið samdrætti í útblæstri vegna samgangna á landi og legi.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech.

 

Stefna Svía um kolefnishlutleysi lögbundin

Nýlega var stefna Svía um að verða kolefnishlutlaus þjóð fyrir árið 2045 bundin í lög í sænska þinginu en lögin ganga í gildi um næstu áramót. Með þessum aðgerðum verða Svíar fyrsta þjóð heims til þess að styrkja markmið sín í loftslagsmálum síðan Parísar samningurinn var kynntur á síðari hluta ársins 2015.

Sjá nánar hér, á síðu Climate Action Programme.

 

Er tími jarðefnaeldsneytis liðinn undir lok?

Græna orkan mælir grein sem birtist nýlega í Financial Times (FT) undir yfirskriftinni The Big Green Bang: how renewable energy became unstoppable. Þar er fjallað um þá skoðun höfundar, að þróun grænna og endurnýjanlegra orkugjafa sé “óstöðvandi” og að framleiðendur og stuðningsmenn jarðefnaeldsneytis hafi tapað í baráttunni um orkugjafa framtíðarinnar.

Sjá umfjöllun á vef ThinkProgress hér en til að lesa sjálfa greinina, þarf áskrift að FT.

Umhverfismatsdagurinn 2017 – 7. júní

Dagskrá Umhverfismatsdagsins er að þessu sinni helguð nýjum áskorunum og aðferðum á sviði umhverfismats.
Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um ýmsar nýjar áskoranir sem tengjast mati á umhverfisáhrifum, svo sem út frá nýlegum dómum og úrskurðum, alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum, nýrri vistgerðarflokkun íslenskrar náttúru og lagaumgjörð mats á umhverfisáhrifum.
Í seinni hluta málþingsins munu síðan sérfræðingar sem koma að umhverfismati úr ólíkum áttum deila hugleiðingum um hvernig nýjar áskoranir og aðferðir birtast í þeirra störfum tengt náttúruvernd, samráði, línulögnum, vegagerð og fleira.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á vef Skipulagsstofnunar hér.

Facebook viðburð og frekari upplýsingar er að finna hér.

Hægt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um 70% fyrir 2050

Alþjóðasamtök um endurnýjanlega orku (IRENA) segja mögulegt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um allt að 70% fyrir árið 2050 og stöðva útblástur fyrir árið 2070. Er þessi samdráttur nauðsynlegur til þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C í samanburði við gildi fyrir iðnvæðingu.

Sjá nánar í grein Green Car Reports hér.

Japan veðjar á vetni – en Elon Musk á rafmagn

Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sínar. Einn stærsti stuðningsmaður rafbíla er einmitt Elon Musk, stofnandi Tesla Inc., sem lengi hefur talað hefur af fyrirlitningu um vetnisbíla og sagt þá dýra og ópraktíska, eins og frægt hefur orðið.

Sjá nánar í umfjöllum Bloomberg hér.

Mynd frá Toshipa Corp.

 

Bretar auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu

Bretar náðu á árinu 2016 nokkrum árangri í því að auka notkun endurnýjanlegra og lágkolefna orkugjafa í raforkuframleiðslu á kostnað jarðefnaeldsneytis. Á tímabilinu. frá júlí til september, var helmingur raforku landsins framleiddur með orku frá vindi, sól, viði eða kjarnorku. Á sama tímabili var hlutfall kola í framleiðslunni 3,5% miðað við 16,7% árið áður. Eru þessar breytingar liður í því að nálgast markmið um kolalaust Bretland árið 2025.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.