Ný áætlun ESB um vistvænar samgöngur

Ný áætlun ESB miðar að því að útblástur farþegabíla og sendiferðabifreiða á koldíoxíði dragist saman um 15% árið 2025 miðað við 2021 og 30% árið 2030. Með áætluninni er markmiðið að hvetja bílaframleiðendur til að auka framleiðslu vistvænna bifreiða með því að beita þá sektum sem ekki ná takmarki og verðlauna þá sem það gera.

Sjá nánar hér í frétt Climate Action.

 

 

Munu raforkugeymslur við hraðbrautir flýta fyrir útbreiðslu hleðslustöðvanets um meginland Evrópu?

Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.

Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.

Japan veðjar á vetni – en Elon Musk á rafmagn

Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sínar. Einn stærsti stuðningsmaður rafbíla er einmitt Elon Musk, stofnandi Tesla Inc., sem lengi hefur talað hefur af fyrirlitningu um vetnisbíla og sagt þá dýra og ópraktíska, eins og frægt hefur orðið.

Sjá nánar í umfjöllum Bloomberg hér.

Mynd frá Toshipa Corp.

 

Ísland annað mesta rafbílaland Evrópu

Ísland er annað mesta raf­bíla­land Evr­ópu á eft­ir Nor­egi. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um sem tekn­ar hafa verið sam­an af European Alternative Fuels Observatory. Þar er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi, bæði hvað varðar hlutfall tvinnbíla (PEV) og hreinna rafbíla (BEV) á markaði.

Sjá nánar í frétt mbl.is og í fréttabréfi EAFO hér.

Vistvænir bílar eru í stórsókn

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir vistvæna bíla vera í stórsókn og í dag bjóði Hekla upp á 40 mismunandi bíltegundir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda.  Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra.

Sjá nánar í frétt úr bílablaði mbl.is.

Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.

BL frumsýnir BMW i3 rafbíl

Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi mun BL frumsýna rafbílinn BMW i3 í húsakynnum sínum við Sævarhöfða milli 12 og 16. Bíllinn hefur víða hlotið góðar viðtökur og var m.a. útnefndur sparneytnasti rafbíll allra tíma af Umhverfistofnun Bandaríkjanna EPA.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is.

Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um ...