Nú fyrir stuttu afhenti Hekla fyrstu Skoda Octavia G-Tec bifreið sína, sem gengur bæði fyrir metani og bensíni. Bíllinn er með þrjá eldsneytistanka og kemst allt að 1330 km án þess að þurfa áfyllingu. Hann er mjög umhverfisvænn og því undanþeginn vörugjöldum: nýr metanbíll Heklu er hagkvæmur í innkaupum og rekstri.
Category Archives: Bílar
Bílar leigðir til skamms tíma í fyrsta skipti á Íslandi
Bílaleigan Avis mun von bráðar, í samstarfi við Höfðatorg, bjóða upp á bíla til skammtímaafnota. Þetta er nýjung á bílaleigumarkaði hér á landi sem á sér erlenda fyrirmynd. Starfsfólk Höfðatorgs mun geta pantað bíl á netinu eða með smáforriti í símanum en til að geta nýtt sér þjónustuna þurfa notendur að skrá sig í áskrift hjá Snattbílum.
Sjá nánar í frétt Viðskiptablaðsins og Facebook síðu Snattbíla.
Rafmagn afgreitt á bensínstöðvum í Indiana
Á Ricker’s Oil þjónustu- og bensínafgreiðslustöðvum í Indiana fylki Bandaríkjanna er nú einnig hægt hlaða rafbíla. Ricker’s Oil hefur í samstarfi við Nissan, Greater Indiana Clean Cities Coalition og Greenlots sett upp 9 hraðhleðslustaura á stöðvum sínum víðs vegar um fylkið. Hraðhleðslustöðvarnar eru þáttur í markaðsáætlun Nissan sem ber nafnið “No charge to charge” sem býður Leaf kaupendum ókeypis aðgang að hraðhleðslustöðvum í tvö ár.
Sjá nánar í frétt Green Car Reports hér.
Auknar ívilnanir fyrir vistvæna bíla í Oregon fyrirhugaðar
Yfirvöld í Oregon fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku hafa síðastliðin ár unnið ötullega að því að byggja upp kerfi raf- og hraðhleðslustöðva meðfram helstu hraðbrautum. Nú er til umræðu frumvarp sem byði þeim, sem leigja eða kaupa hreinan rafbíl, tengiltvinnbíl eða vetnisbíl, ívilnun í formi niðurgreiðslu við gerð kaup- eða leigusamnings. Upphæð eingreiðslunnar næmi $1500 fyrir þá sem kaupa eða leigja tengiltvinnbíl eða tvinnbíl, $3000 til þeirra sem veldu rafbíl eða vetnisbíl og $1000 til rafhjólakaupenda og – leigjenda. Gildistími ívilnananna næði til 1. janúar 2022.
Þó nokkur fylki Bandaríkjanna veita ýmsa efnahagslega hvata til kaupa á bifreiðum sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Oregon hefur þó verið í fararbroddi hvað varðar innleiðingu rafbíla og uppbyggingu innviða, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.
Nánar um fréttina hér.
2.6% samdráttur í mengun nýrra bíla árið 2014
Nýir bílar seldir í Evrópu árið 2014 gáfu frá sér að meðaltali 123,4 g CO2 á hvern ekinn kílómeter en árið áður var meðaltalið 126,7 g CO2/km. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun bifreiða er fyrir árið 2015 130 g CO2/km og 95 g CO2/km fyrir árið 2021. Bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram til þessa og því engin ástæða til ætla annað en að áfram verði stigin skref til lækkunar útblásturs frá bifreiðum.
Sjá frétt á visir.is.
VW veðjar á tvinntæknina, í bili
Volkswagen ætlar að helga sig tvinnbílum á næstu árum í stað hreinna rafbíla. Þetta kemur fram í máli Martins Winterkorn, forstjóra VW, en fyrirtækið telur þetta skynsamlega stefnu, þar til orkumeiri rafgeymar verða að raunveruleika. Rafgeymar fyrir rafbíla séu enn of þungir, of dýrir og hafi litla geymslugetu til þess að vera samkeppnisfærir við bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Winterkorn telur tvinnbíla munu gegna mikilvægu hlutverki í því að ná markmiðum um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda en fyrirtækið muni áfram verja fé til fjárfestinga á sviði rafbílasmíði.
Sjá frétt mbl.is.
Rafbíll söluhæsta bílgerðin hjá BL í mars
Í nýliðnum marsmánuði var Nissan var söluhæsta einstaka merki hjá BL og Nissan Leaf mest selda einstaka bílgerðin, en 25 eintök seldust í mánuðinum. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir vinsældir Leaf aukast í öllum markhópum, hjá fjölskyldum, fyrirtækjum og bílaleigum en þetta sé í fyrsta sinn sem rafbíll sé mest selda einstaka bílgerðin hjá BL.
Sjá nánar í frétt mbl.is.
Sjálfbærni og sjálfakandi bílar hjá Daimler
Í sjálfbærniskýrslu Daimler fyrir árið 2014 kemur fram að þótt framleiðsla fyrirtækisins hafi aukist um 5% milli ára, hafi útblástur koltvísýrings dregist saman um 2,5%. Daimler býður í dag upp á tvo tvinnbíla, S500 og C350, og stefnir að því að kynna til sögunnar tíu nýjar gerðir umhverfisvænna bíla árið 2017.
Daimler hefur einnig unnað að prófunum og þróun sjálfakandi bifreiða, sjálfrennireiða. Það eru hins vegar margir þættir sem taka þarf tillit til, lagalegir og siðferðileigr, áður en slík tækni verður leyfð í almennri umferð. “Hvernig á sjálfrennireið til að mynda að bregðast við yfirvofandi árekstri? Hver ber ábyrgð við þessar aðstæður og hvernig skal tryggingum hagað? Þetta eru spurningar sem mikilvægt er að ræða og svara.” segir Dr. Christine Hohmenn-Dennhardt, stjórnarmaður Daimler AG.
Sjá umfjöllun Daimler hér og sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins hér.
Vélahitarar spara eldsneyti og draga úr mengun
Eldsneytiskostnaður er án efa stór liður í rekstri heimila og samhliða hækkandi olíuverði undandarin ár hefur þörf fyrir sparnaðarleiðir aukist.
Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fíb, segir frá ýmsum sparnaðaraðgerðum sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd í grein Karls Eskils Pálssonar á bílasíðu mbl.is. Vélahitara má til að mynda nota til að hita kælivatn nokkru áður en ekið er af stað á morgni. Þá fer bíllinn strax í gang og mistöðin blæs heitu lofti. Með þessu móti sparast eldsneyti fyrstu 4-5 aksturskílómetrana, dregið er úr vélasliti og bifreiðar gefa frá sér a.m.k. 30% minna af mengunarefnum.
Sjá nánar hér.
Umfjöllum um græna bíla í Fréttablaðinu
Fjallað er um bíla sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum í sérblaðinu Grænir bílar sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Umfjöllunina er að finna hér.