Aðalfundarboð 2024

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2024-5 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 28. apríl.

Í kjölfar stefnumótunarvinnu á undanförnu starfsári leggur stjórn til all nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem endurspegla breytta stöðu í orkuskiptum en einnig markmið stjórnvalda. Sjá í skjali hér neðar á síðunni.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 23. apríl 2024, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára. Félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar í netfangið amk@newenergy.is fyrir lok dags 23. apríl 2024.

Málþing: Er íslensk orka til heimabrúks?

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum standa fyr­ir málþingi á Grand hót­eli í Reykja­vík í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Er ís­lensk orka til heima­brúks – staðan í orku­mál­um með áherslu á íbúa og sveit­ar­fé­lög.

Á málþing­inu verða helstu áskor­an­ir og tæki­færi í orku­öfl­un framtíðar fyr­ir köld svæði rædd, en þar halda meðal ann­ars er­indi Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is, orku, og lofts­lags­ráðherra, Hörður Árna­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, er formaður sam­taka sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum, og opn­ar hún málþingið.

Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2024

Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.

Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.

N1 og Tesla í samstarf um hleðslustöðvar

N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.

Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslug­arða inn­an tveggja ára. Sam­tals eru því áform um nítj­án nýja hraðhleðslug­arða og mun hraðhleðslu­stæðum við þjón­ustu­stöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tíma­bili,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­u frá N1.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók við af VSK ívilnun um áramót

Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.

Styrkurinn nær til:

  • fólksbíla sem taka að hámarki 9 farþega (flokkur M1)
  • sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)

Bílarnir þurfa að:

  • vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
  • kosta minna en 10 milljónir
  • vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur

Undir fyrirkomulagið falla:

  • rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
  • vetnisbílar með efnarafal

Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.

Orkusjóður úthlutar til orkuskiptaverkefna í þungaflutningum

Orkusjóður hefur nú úthlutað tæpum 400 milljónum til kaupa á vistvænum þungaflutningstækjum. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur allir sömu styrkupphæð, óháð stærð verkefnis. Meðal þeirra eru Brimborg og Íslandspóstur, sem eru aðilar að Grænu orkunni. Umfjöllun og tæmandi lista styrkþega má finna á vef Orkustofnunar.

Orkusjóður er samkeppnissjóður og helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Orkusjóði er falið að flýta orkuskiptum með sannreyndri tækni. Sú tækni má vera ný af nálinni með því skilyrði að hún sé fullreynd markaðsvara.