Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2024

Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.

Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.

N1 og Tesla í samstarf um hleðslustöðvar

N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.

Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslug­arða inn­an tveggja ára. Sam­tals eru því áform um nítj­án nýja hraðhleðslug­arða og mun hraðhleðslu­stæðum við þjón­ustu­stöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tíma­bili,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­u frá N1.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók við af VSK ívilnun um áramót

Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.

Styrkurinn nær til:

  • fólksbíla sem taka að hámarki 9 farþega (flokkur M1)
  • sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)

Bílarnir þurfa að:

  • vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
  • kosta minna en 10 milljónir
  • vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur

Undir fyrirkomulagið falla:

  • rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
  • vetnisbílar með efnarafal

Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.

Orkusjóður úthlutar til orkuskiptaverkefna í þungaflutningum

Orkusjóður hefur nú úthlutað tæpum 400 milljónum til kaupa á vistvænum þungaflutningstækjum. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur allir sömu styrkupphæð, óháð stærð verkefnis. Meðal þeirra eru Brimborg og Íslandspóstur, sem eru aðilar að Grænu orkunni. Umfjöllun og tæmandi lista styrkþega má finna á vef Orkustofnunar.

Orkusjóður er samkeppnissjóður og helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Orkusjóði er falið að flýta orkuskiptum með sannreyndri tækni. Sú tækni má vera ný af nálinni með því skilyrði að hún sé fullreynd markaðsvara.

Viðburður 21. nóvember: Engin orkusóun

Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Orkustofnun hafa látið vinna ítarlega skýrslu um orkunýtni á Íslandi. Markmið vinnunnar var að varpa ljósi á tækifæri til bættrar orkunýtni hér á landi. Kortlagðar voru þær aðgerðir sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar og mat lagt á stærð þeirra.

Danska ráðgjafarstofan Implement vann skýrsluna, en hún býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á orkumálum og orkunýtni. Helstu niðurstöður skýrslunnar verða kynntar á vefviðburði þriðjudaginn 21. nóvember.

Örkynningar Orkusjóðs og Grænu orkunnar 23. október 2023

Í september mánuði úthlutaði Orkusjóður rúmlega 900 milljónum til orkuskipta verkefna sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta í staðinn vistvæna, endurnýjanlega orku.

Af því tilefni bjóða Græna orkan, Orkusjóður og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið til örkynninga á Nauthóli 23. október. Fundinum verður einnig streymt. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála mun flytja opnunarávarp en svo fjalla styrkþegar um verkefni sín, sem eru afar fjölbreytt, misstór og verða unnin í mörgum atvinnugreinum.

Öll velkomin! Kaffi og léttar veitingar verða í boði að loknum kynningum. Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.

Svo unnt sé að áætla magn veitinga og koma í veg fyrir matarsóun er skráning á staðfund æskileg. Skráning fer fram hér.