Aðalfundur 2025

Hvað eruð þið að gera í orkuskiptum? – Segðu okkur frá

Í tengslum við Aðalfund Grænu Orkunnar (Samstarfsvettvangs um orkuskipti) sem haldinn verður 27. maí kl. 14:00-16:30, í Borgartúni 35 ætlum við að halda vinnustofu um hvað er að gerast í orkuskiptum á Íslandi.

Við viljum heyra frá þér, meðlimum Grænu Orkunnar, hvað er að gerast. Markmiðið er að hafa örfyrirlestraform, þ.e. 8-10 mín erindi.

Láttu okkur vita ef þú vilt halda örfyrirlestur um hvað þitt fyrirtæki er að gera í orkuskiptum, ribes@newenergy.is.

Viðburðurinn verður opinn öllum og í streymi, þannig að allir geti haldið erindi og/eða hlustað hvar á landi sem er.

Gert er ráð fyrir að hefðbundin aðalfundarstörf taki 15-30 mín og að vinnustofan hefjist í kjölfarið, eða um 14:30. 

Nánar um aðalfundarstörf síðar.

Í boði eru tvö stjórnarsæti og 2 sæti varmanna.

Í öðru stjórnarsætinu situr Guðmundur Ingi frá Blæ og hann gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.

Við óskum eftir framboðum til stjórnarsetu.

Aðalfundur Grænu orkunnar 2024

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fór fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi.

Hægt er að nálgast ársskýrslu félagsins hér.

Í kjölfar stefnumótunarvinnu á undanförnu starfsári leggur stjórn til all nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem endurspegla breytta stöðu í orkuskiptum en einnig markmið stjórnvalda. Sjá í skjali hér neðar:

María Jóna, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hélt erindi í lok aðalfundar. Glærur hennar má skoða hér:

Málþing: Er íslensk orka til heimabrúks?

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum standa fyr­ir málþingi á Grand hót­eli í Reykja­vík í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Er ís­lensk orka til heima­brúks – staðan í orku­mál­um með áherslu á íbúa og sveit­ar­fé­lög.

Á málþing­inu verða helstu áskor­an­ir og tæki­færi í orku­öfl­un framtíðar fyr­ir köld svæði rædd, en þar halda meðal ann­ars er­indi Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is, orku, og lofts­lags­ráðherra, Hörður Árna­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, er formaður sam­taka sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum, og opn­ar hún málþingið.

Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2024

Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.

Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.

N1 og Tesla í samstarf um hleðslustöðvar

N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.

Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslug­arða inn­an tveggja ára. Sam­tals eru því áform um nítj­án nýja hraðhleðslug­arða og mun hraðhleðslu­stæðum við þjón­ustu­stöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tíma­bili,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­u frá N1.

Sjá nánar í frétt mbl.is.