Hvað eruð þið að gera í orkuskiptum? – Segðu okkur frá

Í tengslum við Aðalfund Grænu Orkunnar (Samstarfsvettvangs um orkuskipti) sem haldinn verður 27. maí kl. 14:00-16:30, í Borgartúni 35 ætlum við að halda vinnustofu um hvað er að gerast í orkuskiptum á Íslandi.
Við viljum heyra frá þér, meðlimum Grænu Orkunnar, hvað er að gerast. Markmiðið er að hafa örfyrirlestraform, þ.e. 8-10 mín erindi.
Láttu okkur vita ef þú vilt halda örfyrirlestur um hvað þitt fyrirtæki er að gera í orkuskiptum, ribes@newenergy.is.
Viðburðurinn verður opinn öllum og í streymi, þannig að allir geti haldið erindi og/eða hlustað hvar á landi sem er.
Gert er ráð fyrir að hefðbundin aðalfundarstörf taki 15-30 mín og að vinnustofan hefjist í kjölfarið, eða um 14:30.
Nánar um aðalfundarstörf síðar.
Í boði eru tvö stjórnarsæti og 2 sæti varmanna.
Í öðru stjórnarsætinu situr Guðmundur Ingi frá Blæ og hann gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Við óskum eftir framboðum til stjórnarsetu.