Fyrirlestrar Vor 2026
Gleðilegt Nýtt ár ![]()
![]()
![]()

Dagskráin fyrir fyrirlestraröðina vor er tilbúin!
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að komandi fyrirlestrum.
Gleðilegt Nýtt ár ![]()
![]()
![]()

Dagskráin fyrir fyrirlestraröðina vor er tilbúin!
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að komandi fyrirlestrum.

Okkur sérstök ánægja að halda fyrirlestur eftir Daða Þorstein Sveinbjörnsson hjá Landsvirkjun.
Leiðir í innlendum orkuskiptum og þróun í rafhlöðum
Fimmtudagur, 11. desember, Kl. 10.00 á Teams.
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að þessum og komandi fyrirlestrum.

Okkur sérstök ánægja að Benedikt S. Benediktson, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónust (SVÞ) opnar fyrirlestraröðina með umfjöllun um losunarfría trukka.
Losunarfrír trukkar: Þróun, áskoranir og framhaldið
Föstudagur, 10. október, Kl. 9.30 á Teams.
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að þessum og komandi fyrirlestrum.
Okkur er ánægja að tilkynna að mánaðarleg fyrirlestraröð okkar um orkuskipti hefst á ný – en nú aðeins á netinu.
Fyrirlestrarnir bjóða félagsmönnum upp á vettvang til að deila reynslu og þekkingu, víkka sjóndeildarhringinn, hvetja til framfara og fylgjast með nýjustu þróun tækni og stefnumótunar í orkuskiptum.
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að þessum og komandi fyrirlestrum.
https://forms.gle/9jG2Jv3dvt2vycBW9


Í tengslum við Aðalfund Grænu Orkunnar (Samstarfsvettvangs um orkuskipti) sem haldinn verður 27. maí kl. 14:00-16:30, í Borgartúni 35 ætlum við að halda vinnustofu um hvað er að gerast í orkuskiptum á Íslandi.
Við viljum heyra frá þér, meðlimum Grænu Orkunnar, hvað er að gerast. Markmiðið er að hafa örfyrirlestraform, þ.e. 8-10 mín erindi.
Láttu okkur vita ef þú vilt halda örfyrirlestur um hvað þitt fyrirtæki er að gera í orkuskiptum, ribes@newenergy.is.
Viðburðurinn verður opinn öllum og í streymi, þannig að allir geti haldið erindi og/eða hlustað hvar á landi sem er.
Gert er ráð fyrir að hefðbundin aðalfundarstörf taki 15-30 mín og að vinnustofan hefjist í kjölfarið, eða um 14:30.
Nánar um aðalfundarstörf síðar.
Í öðru stjórnarsætinu situr Guðmundur Ingi frá Blæ og hann gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Við óskum eftir framboðum til stjórnarsetu.
Minnispunktar stjórnar Grænu Orkunnar des 2024
Stjórn Grænu Orkunnar fundaði nýlega með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að fylgja eftir uppfærðri áætlun í loftslagsmálum.