Munu raforkugeymslur við hraðbrautir flýta fyrir útbreiðslu hleðslustöðvanets um meginland Evrópu?

Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.

Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.

Skilafrestur umsagna um breytingu á byggingarreglugerð vegna hleðslu rafbíla rennur brátt út

Græna orkan vill minna á að frestur til að skila inn umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð rennur út næstkomandi föstudag, 18. ágúst. Breytingin kveður meðal annars á um að í nýbyggingum og við endurbyggingu skuli gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla.

Sjá nánar hér í frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Er tími jarðefnaeldsneytis liðinn undir lok?

Græna orkan mælir grein sem birtist nýlega í Financial Times (FT) undir yfirskriftinni The Big Green Bang: how renewable energy became unstoppable. Þar er fjallað um þá skoðun höfundar, að þróun grænna og endurnýjanlegra orkugjafa sé “óstöðvandi” og að framleiðendur og stuðningsmenn jarðefnaeldsneytis hafi tapað í baráttunni um orkugjafa framtíðarinnar.

Sjá umfjöllun á vef ThinkProgress hér en til að lesa sjálfa greinina, þarf áskrift að FT.

Hægt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um 70% fyrir 2050

Alþjóðasamtök um endurnýjanlega orku (IRENA) segja mögulegt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um allt að 70% fyrir árið 2050 og stöðva útblástur fyrir árið 2070. Er þessi samdráttur nauðsynlegur til þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C í samanburði við gildi fyrir iðnvæðingu.

Sjá nánar í grein Green Car Reports hér.

Innviðir fyrir rafbíla á Íslandi – Hvað er í boði?

Græna orkan býður til kynningarfundar fimmtudaginn 9. mars klukkan 13 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

13:00 Fundarstjóri býður gesti velkomna
13:10 Magnús Ninni, Íslenska Gámafélagið
Hleðslustöðvar
13:25 Óskar Davíð Gústavsson, Johan Rönning
Hleðslutæki fyrir rafbíla og rekstur þeirra
13:40 Ólafur Davíð Guðmundsson, Hlaða
Án hleðslu kemstu ekki neitt
13:55 Stefán Birnir Sverrisson, Leiðir Verkfræðistofa
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengd þjónusta
14:10 Þorvarður Kristjánsson, GSG ehf
Uppsetning og frágangur á rafhleðslustöðvum
14:25 Kaffihlé
14:50 Bjarni Már Júlíusson, Orka náttúrunnar
Hvað hefur orka náttúrunnar fram að færa í
orkuskiptum?
15:05 Sigurður Ástgeirsson, Ísorka
Ísorka
15:20 Umræður
16:00 Fundarslit

Fundarstjóri verður Jón Björn Skúlason, verkefnastjóri Grænu orkunnar. Sjá einnig hér á Facebook viðburði.

Bretar auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu

Bretar náðu á árinu 2016 nokkrum árangri í því að auka notkun endurnýjanlegra og lágkolefna orkugjafa í raforkuframleiðslu á kostnað jarðefnaeldsneytis. Á tímabilinu. frá júlí til september, var helmingur raforku landsins framleiddur með orku frá vindi, sól, viði eða kjarnorku. Á sama tímabili var hlutfall kola í framleiðslunni 3,5% miðað við 16,7% árið áður. Eru þessar breytingar liður í því að nálgast markmið um kolalaust Bretland árið 2025.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.

Úthlutun Orkusjóðs til uppbyggingar rafinnviða kynnt

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21).

Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar.

Sjá nánar í tilkynningu ráðuneytisins hér.

Hleðslustöðvar 2016

Bill Gates kallar eftir kraftaverki í orkumálum

Bill Gates segir í nýlegu viðtali við The Atlantic að einkageirinn sé einfaldlega of eigingjarn til að þróa hreina og hagkvæma orkugjafa sem leyst gætu jarðefnaeldsneyti af hólmi. Í sama viðtali tilkynnti hann um 2 milljarða dollara framlag til málefnisins og skoraði á aðra til að gera slíkt hið sama, til þess að Bandaríkin mættu verða kolefnislaus árið 2050.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.