Fyrsta fiskiskipið sem knúið er af rafmótor kom til Reykjavíkurhafnar í gær. Skipið er nýtt línu- og netaskip útgerðarinnar Storms Seafood og er það dísil-rafknúið“ (e. diesel-electric) þar sem skrúfubúnaðurinn sé knúinn af rafmótor.
Category Archives: Samgöngur
Áhugaverð skýrsla alþjóða vetnisráðsins
Græna orkan vill benda áhugasömum á nýlega og athygliverða skýrslu vetnisráðsins (e. Hydrogen Council) um útvíkkun og þróun vetnis sem orkubera í tengslum við orkuskipti.
Sjá hér.
Toyota veðjar á vetnið til framtíðar
Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð.
Sjá nánar í frétt hér.
Nikola Motor Co semur við PowerCell og Bosch
Nikola Motor Co hefur samið við PowerCell í Svíþjóð og Bosch í Þýskalandi um smíði efnarafala í trukk sem er í þróun hjá fyrirtækinu og mun ganga fyrir vetni og rafmagni. Gert er ráð fyrir að prófanir á bifreiðinni hefjist um haustið 2018.
Sjá nánar í frétt Transport Topics.
Ný áætlun ESB um vistvænar samgöngur
Ný áætlun ESB miðar að því að útblástur farþegabíla og sendiferðabifreiða á koldíoxíði dragist saman um 15% árið 2025 miðað við 2021 og 30% árið 2030. Með áætluninni er markmiðið að hvetja bílaframleiðendur til að auka framleiðslu vistvænna bifreiða með því að beita þá sektum sem ekki ná takmarki og verðlauna þá sem það gera.
Sjá nánar hér í frétt Climate Action.
Skýrsla um ástand innviða á Íslandi komin út
Nýútkomin skýrsla Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga mat ástand og framtíðarhorfurr innviða á íslandi. Ástand vega og fráveitna fékk þar laka einkunn en heitaveitu og orkuvinnslu besta einkunn af innviðum sem teknir voru til skoðunar. Sjá nánar í skýrslu hér og í umfjöllum mbl.is.
Samgönguþing 28. september á Hótel Örk
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og samgönguráð boða til samgönguþings fimmtudaginn 28. september á Hótel Örk í Hveragerði. Þar verða kynntar áherslur í samgönguáætlun næstu ára og fjallað um ýmis mál í málstofum.
Sjá nánar hér í frétt Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Munu raforkugeymslur við hraðbrautir flýta fyrir útbreiðslu hleðslustöðvanets um meginland Evrópu?
Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.
Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.
Norska vegagerðin býður út hönnun vetnisferju
Norska vegagerðin hefur nú boðið út hönnun og smíða ferju sem ganga á á milli Hjelmeland-Nesvik-Skipavik. Um er að ræða tvær 80 bíla ferjur, þar sem önnur á að vera knúin vetni a.m.k. helming tímans en hin á að vera rafknúin.
Norðmenn hafa undanfarinn áratug verið framarlega í rafvæðingu ferjuflota síns og um leið samdrætti í útblæstri vegna samgangna á landi og legi.
Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech.
World Light Electric Vehicle Summit
Græna orkan vill vekja athygli á ráðstefnunni World Light Electric Vehicle Summit, sem fer fram í Rotterdam dagana 22.-23. nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar er að finna hér, á síðu ráðstefnunnar.