Tillaga um takmörkun skipaumferðar um þrönga firði Noregs

Orku- og umhverfismálanefnd Noregs hefur ráðlagt Stórþinginu leyfa einungis umferð skipa sem gefa ekki frá sér CO2 útblástur um þrjá firði frá árinu 2026 til þess að stemma stigu við staðbundinni mengun. Stórþing Noregs hefur kallað eftir aðgerðaáætlun um hvernig megi draga úr mengun vegna stórra farþegaskipa og annarrar skipaumferðar á ferðamannastöðum en einnig til þess að innleiða tækni sem hefur lítinn eða engan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Kosið verður um tillögu þessa 3. maí.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech

Samningur undirritaður um gerð aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum

Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok.

Sjá nánar í frétt frá Stjórnarráðinu.

Opið fyrir umsagnir um skýrsludrög starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir.  Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum.

Í samráðsgátt má nálgast skýrsluna og senda umsögn.

Opið er fyrir innsendingu umsagna um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis 23. febrúar til og með 16. mars 2018. Við hvetjum félaga Grænu orkunnar til að kynna sér drögin og senda umsagnir um málið.

Image result for alternative fuels