Ísland annað mesta rafbílaland Evrópu

Ísland er annað mesta raf­bíla­land Evr­ópu á eft­ir Nor­egi. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um sem tekn­ar hafa verið sam­an af European Alternative Fuels Observatory. Þar er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi, bæði hvað varðar hlutfall tvinnbíla (PEV) og hreinna rafbíla (BEV) á markaði.

Sjá nánar í frétt mbl.is og í fréttabréfi EAFO hér.

Nordic EV Summit 7.-8. febrúar 2017

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku í Nordic EV Summit 2017 sem fer fram í Drammen í Noregi 7.-8. febrúar næstkomandi. Þar verður meðal annars fjallað um rafbílavæðingu á Norðurlöndum hingað til og frekari þróun rafbíla til framtíðar.

Sjá dagskrá hér og skráningu hér.

Úthlutun Orkusjóðs til uppbyggingar rafinnviða kynnt

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21).

Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar.

Sjá nánar í tilkynningu ráðuneytisins hér.

Hleðslustöðvar 2016

París, Madríd, Aþena og Mexíkóborg banna dísilbíla fyrir árið 2025

Borgarstjórar Parísar, Madrídar, Aþenu og Mexíkóborgar tilkynntu nú fyrir skömmu eftir C40 ráðstefnu borgarstjóra um loftslagsmál að þeir hygðust banna akstur dísilbíla í miðborgum sínum. Fjöldi þeirra hefur farið vaxandi síðastliðin ár m.a. vegna þess að útblástur dísilbíla inniheldur hlutfallslega minna koldíoxíð en útblástur bensínbíla. Bruni dísils gefur hins vegar af sér köfnunarefnisdíoxíð og sót, sem valda mikilli mengun í stórborgum og geta stuðlað að öndunarfærasjúkdómum. Talsmaður Friends of the Earth, Jenny Bates, fagnar ákvörðuninni og telur hana vera mikilvægur liður í því að draga úr loftslagsáhrifum af manna völdum.

Sjá nánar hér í grein Climate Action.

 

 

Vistvænir bílar eru í stórsókn

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir vistvæna bíla vera í stórsókn og í dag bjóði Hekla upp á 40 mismunandi bíltegundir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda.  Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra.

Sjá nánar í frétt úr bílablaði mbl.is.

Vetnislest prófuð í Þýskalandi

Franski lestaíhlutaframleiðandinn Alstom hefur nú hafið prófanir á vetnisdrifinn lest sinni, Coradia iLint, en reiknað er með að hún verði tekin í notkun í desember 2017. Þá mun lestin, sem hefur um 500 km drægi og mun ganga á milli Buxtehude og Cuxhaven, ganga fyrir vetni sem er afgangsafurð frá efnaiðnaði á svæðinu.

Sjá nánar í frétt hér.

Alstom Coradia iLint hydrogen fuel-cell train