GreenFleet Magazine útnefnir Renault rafbílasmið ársins

 Green­Fleet Magaz­ine útnefndi Renault nýlega rafbílasmið ársins 2017. Verðlaun Green Fleet koma í kjöl­far fleiri verðlauna sem Renault hef­ur hlotið fyr­ir raf­­bíla sína, en What Car? út­nefndi Zoe besta raf­magns­bíl­inn 2017 og jafn­framt besta notaða raf­magns­bíl­inn 2018. Þá út­nefndi Autocar Zoe frum­kvöðul árs­ins 2017 og Par­kers kaus hann þann um­hverf­i­s­væn­asta 2018.

Sjá nánar í frétt mbl.is og CleanTechnica.

Toyota veðjar á vetnið til framtíðar

Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð.

Sjá nánar í frétt hér.

Dubai borg kynnir ívilnanir fyrir rafbíla

Orkuveita og Vegagerð Dubai borgar kynntu nýverið áætlun um ívilnanir fyrir rafbíla sem miðar að því að auka hlut þeirra í í samgöngum í 2% fyrir 2020 og 10% fyrir 2030. Þar meðal má nefna ókeypis rafhleðslu til loka árs 2019, ókeypis rafhleðsla til loka árs 2019, afnot af ókeypis bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda afnot af sérmerktum bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda. Sjá nánar hér.

Stiklað á stóru um vetni

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér vetnisbifreiðar og samanburð þeirra við rafbíla, viljum við hjá Grænu orkunni benda á ágæta nýlega grein á vef The Economist.

Munu raforkugeymslur við hraðbrautir flýta fyrir útbreiðslu hleðslustöðvanets um meginland Evrópu?

Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.

Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.