Euronews gerði í fyrra myndband um vetni og hvernig það er notað á fólksbíla. Það gefur góðar og skýrar upplýsingar um orkuberann vetni, sérstaklega fyrir þá sem lítið þekkja til hans.
Myndbandið má horfa og lesa meðfylgjandi frétt Euronews hér.
Græna orkan vill benda áhugasömum á nýlega og athygliverða skýrslu vetnisráðsins (e. Hydrogen Council) um útvíkkun og þróun vetnis sem orkubera í tengslum við orkuskipti.
Sjá hér.
GreenFleet Magazine útnefndi Renault nýlega rafbílasmið ársins 2017. Verðlaun Green Fleet koma í kjölfar fleiri verðlauna sem Renault hefur hlotið fyrir rafbíla sína, en What Car? útnefndi Zoe besta rafmagnsbílinn 2017 og jafnframt besta notaða rafmagnsbílinn 2018. Þá útnefndi Autocar Zoe frumkvöðul ársins 2017 og Parkers kaus hann þann umhverfisvænasta 2018.
Sjá nánar í frétt mbl.is og CleanTechnica.
Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð.
Sjá nánar í frétt hér.
Nikola Motor Co hefur samið við PowerCell í Svíþjóð og Bosch í Þýskalandi um smíði efnarafala í trukk sem er í þróun hjá fyrirtækinu og mun ganga fyrir vetni og rafmagni. Gert er ráð fyrir að prófanir á bifreiðinni hefjist um haustið 2018.
Sjá nánar í frétt Transport Topics.
Orkuveita og Vegagerð Dubai borgar kynntu nýverið áætlun um ívilnanir fyrir rafbíla sem miðar að því að auka hlut þeirra í í samgöngum í 2% fyrir 2020 og 10% fyrir 2030. Þar meðal má nefna ókeypis rafhleðslu til loka árs 2019, ókeypis rafhleðsla til loka árs 2019, afnot af ókeypis bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda afnot af sérmerktum bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda. Sjá nánar hér.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér vetnisbifreiðar og samanburð þeirra við rafbíla, viljum við hjá Grænu orkunni benda á ágæta nýlega grein á vef The Economist.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og samgönguráð boða til samgönguþings fimmtudaginn 28. september á Hótel Örk í Hveragerði. Þar verða kynntar áherslur í samgönguáætlun næstu ára og fjallað um ýmis mál í málstofum.
Sjá nánar hér í frétt Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Breska fyrirtækið Connected Energy hefur nú í samstarfi við Renault sett upp tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla við hraðbrautir í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru nýttar notaðar rafhlöður úr Renault bifreiðum. Til stendur að fjölga stöðvunum umtalsvert um meginland Evrópu og Bretlandseyjar á næstu mánuðum.
Sjá nánar í frétt á visir.is og Connected Energy.