Fyrirlestur norska rafbílasambandsins 10. apríl

Árangur Norðmanna í rafbílavæðingu er alþekktur um allan heim. Á einungis 7 árum hefur fjöldi vistvænna bifreiða þar í landi aukist úr innan við 10.000 í tæplega 250.000 en fjöldi hreinna rafbíla nam 162.500 í lok árs 2018. Árangur þennan má einkum þakka víðtækum ívilnunum til langs tíma sem kaupendur þessara bíla hafa notið og einhugar stjórnvalda um að liðka fyrir upptöku vistvænna bíla.

Þann 10. apríl næstkomandi mun Erik Lorentzen frá norska rafbílasambandinu (Norsk elbilforening) halda fyrirlestur um rafbílavæðingu Noregs og næstu skref til framtíðar. Viðburðurinn fer fram í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Húsið opnar klukkan 11:30 en formleg dagskrá fer fram milli 12 og 13.
Aðgangur er ókeypis og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Sjá nánar í viðburði á Facebook.

Hádegisfyrirlestur 13. september um skattlagningu ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis skilaðu nýverið skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. Skýrsla starfshópsins var gerð opinber 20. ágúst síðastliðinn og hana má finna hér.

Benedikt S. Benediktsson, formaður starfshópsins, mun á hádegisfyrirlestri Grænu orkunnar og Orkustofnunar 13. september gera grein fyrir megintillögum starfshópsins.

Fyrirlesturinn fer fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en erindi Benedikts mun hefjast klukkan 12:00 og stendur yfir í um hálftíma. Að því loknu mun gestum gefast tækifæri til að bera upp spurningar. Gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki klukkan 13:00.

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

automotive fuel pump reading at 242 pesos

Samningur undirritaður um gerð aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum

Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok.

Sjá nánar í frétt frá Stjórnarráðinu.

Opið fyrir umsagnir um skýrsludrög starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir.  Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum.

Í samráðsgátt má nálgast skýrsluna og senda umsögn.

Opið er fyrir innsendingu umsagna um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis 23. febrúar til og með 16. mars 2018. Við hvetjum félaga Grænu orkunnar til að kynna sér drögin og senda umsagnir um málið.

Image result for alternative fuels

Dubai borg kynnir ívilnanir fyrir rafbíla

Orkuveita og Vegagerð Dubai borgar kynntu nýverið áætlun um ívilnanir fyrir rafbíla sem miðar að því að auka hlut þeirra í í samgöngum í 2% fyrir 2020 og 10% fyrir 2030. Þar meðal má nefna ókeypis rafhleðslu til loka árs 2019, ókeypis rafhleðsla til loka árs 2019, afnot af ókeypis bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda afnot af sérmerktum bílastæðum víða um borgina auk undanþágu frá greiðslu vegatolla og bifreiðagjalda. Sjá nánar hér.

Bill Gates kallar eftir kraftaverki í orkumálum

Bill Gates segir í nýlegu viðtali við The Atlantic að einkageirinn sé einfaldlega of eigingjarn til að þróa hreina og hagkvæma orkugjafa sem leyst gætu jarðefnaeldsneyti af hólmi. Í sama viðtali tilkynnti hann um 2 milljarða dollara framlag til málefnisins og skoraði á aðra til að gera slíkt hið sama, til þess að Bandaríkin mættu verða kolefnislaus árið 2050.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.

Enn ívilna vestræn ríki jarðefnaeldsneyti

Þrátt fyrir áratugalanga umræðu um gróðurhúsaáhrif og hnattræna hlýnun er jarðefnaeldsneyti víða enn ívilnað sem gerir það að verkum að það vistvænt eldsneyti og endurnýjanlegir orkugjafar eru síður samkeppnishæft á markaði. Nú í síðustu viku á fundi G20, hópi 20 ríkja með stærstu hagkerfi heims, tókst enn ekki að ná sátt um hvernig draga mætti úr ívilnunum  vegna jarðefnaeldsneytis. Þar stóðu Sádi Arabar helst í vegi fyrir því að samkomulag næðist þrátt fyrir að þeir hafi þegar byrjað að draga úr niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti heima fyrir.

Sjá nánar í frétt Washington Post.