Er kolefnisgjald tímaskekkja?

Er kolefnisgjald tímaskekkja? Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís segir eftirfarandi í grein sinni í Viðskiptablaðinu:
Hvatning til orkuskipta er góðra gjalda verð en hún verður að vera í takti við raunveruleikann. Orkuskipti fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, ýmsan iðnað og atvinnutæki er ekki raunhæfur kostur sem stendur. Rafvæðing almennra ökutækja er heldur ekki raunhæfur kostur í dag þar sem bæði tæknin og innviðauppbygging er of skammt á veg komin.
Sjá greinina í heild sinni hér.

Tillaga um takmörkun skipaumferðar um þrönga firði Noregs

Orku- og umhverfismálanefnd Noregs hefur ráðlagt Stórþinginu leyfa einungis umferð skipa sem gefa ekki frá sér CO2 útblástur um þrjá firði frá árinu 2026 til þess að stemma stigu við staðbundinni mengun. Stórþing Noregs hefur kallað eftir aðgerðaáætlun um hvernig megi draga úr mengun vegna stórra farþegaskipa og annarrar skipaumferðar á ferðamannastöðum en einnig til þess að innleiða tækni sem hefur lítinn eða engan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Kosið verður um tillögu þessa 3. maí.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech

Loftslagsbreytingar snúast líka um heilsu

Í umræðu um loftslagsbreytingar og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda er gjarnan áhersla lögð á hnattrænu áhrifin og helst á hræðilegar loftslagsbreytingar tengdar loftslagi, hækkun yfirborðs sjávar og áhrif á vistkerfi. Oft á tíðum gleymist að horfa til staðbundinni áhrifa og nærtækari áhrifa á einstaklinga, svo sem andlát fyrir aldur fram vegna mengunar.

Í nýútkominni skýrslu frá MIT, er fjallað um niðurstöður rannsókna sem sýna að dragi Kínverjar verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eins og kveðið er á í stefnumótun stjórnvalda, má koma í veg fyrir 94.000 mengunartengd andlát og spara ríkiskassanum 339 milljarðar dollara.

Sjá nánar í umfjöllun Climate Action.