Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.

BL frumsýnir BMW i3 rafbíl

Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi mun BL frumsýna rafbílinn BMW i3 í húsakynnum sínum við Sævarhöfða milli 12 og 16. Bíllinn hefur víða hlotið góðar viðtökur og var m.a. útnefndur sparneytnasti rafbíll allra tíma af Umhverfistofnun Bandaríkjanna EPA.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is.

Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um ...

Vörumst töfralausnir til eldsneytissparnaðar

Fyrr í sumar birtist á Facebook síðum margra Íslendinga myndband Bandaríkjamanns nokkur sem lýsti því hvernig snarminnka megi eldsneytiseyðslu bensínbifreiða. Sá hafði komið fyrir vetnisbúnaði í bíl sínum, sem gerir það að verkum að vélin brennir blöndu vetnis og bensíns í 100% bruna.

Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum á Orkustofnun, rekur rangfærslur mannsins í viðtali við mbl.is hér.

Obama veitir fé til uppbyggingar rafinnviða í BNA

Obama hefur samþykkt að  veita allt að 4,5 milljörðum Bandaríkjadala til uppbyggingar rafinnviða og eflingu hleðlustöðva um land allt. Með þessari aðgerð er vonast til að slá megi á svokallaðan drægisótta (e. range anxiety) og er henni einnig ætlað að gera Bandaríkjamönnum kleift að ferðast um land allt og stranda á milli á hreinum rafbílum fyrir árið 2020.

Sjá nánar í frétt Bloomberg.

Enn ívilna vestræn ríki jarðefnaeldsneyti

Þrátt fyrir áratugalanga umræðu um gróðurhúsaáhrif og hnattræna hlýnun er jarðefnaeldsneyti víða enn ívilnað sem gerir það að verkum að það vistvænt eldsneyti og endurnýjanlegir orkugjafar eru síður samkeppnishæft á markaði. Nú í síðustu viku á fundi G20, hópi 20 ríkja með stærstu hagkerfi heims, tókst enn ekki að ná sátt um hvernig draga mætti úr ívilnunum  vegna jarðefnaeldsneytis. Þar stóðu Sádi Arabar helst í vegi fyrir því að samkomulag næðist þrátt fyrir að þeir hafi þegar byrjað að draga úr niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti heima fyrir.

Sjá nánar í frétt Washington Post.

Nissan þróar efnarafala fyrir etanól

Nissan tilkynnti nýverið að fyrirtækið ætlaði óhefðbundna leið miðað við marga keppinauta sína varðandi bifreiðar með efnarafala. Japanski bílaframleiðandinn hefur í hyggju að þróa efnarafala fyrir etanól í stað vetnis, sem Hyundai og Toyota hafa þegar gert. Nissan áætlar að bifreiðarnar verði komnar á almennan markað árið 2020.

Sjá nánar hér.