Norska vegagerðin býður út hönnun vetnisferju

Norska vegagerðin hefur nú boðið út hönnun og smíða ferju sem ganga á á milli Hjelmeland-Nesvik-Skipavik. Um er að ræða tvær 80 bíla ferjur, þar sem önnur á að vera knúin vetni a.m.k. helming tímans en hin á að vera rafknúin.

Norðmenn hafa undanfarinn áratug verið framarlega í rafvæðingu ferjuflota síns og um leið samdrætti í útblæstri vegna samgangna á landi og legi.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech.

 

Skilafrestur umsagna um breytingu á byggingarreglugerð vegna hleðslu rafbíla rennur brátt út

Græna orkan vill minna á að frestur til að skila inn umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð rennur út næstkomandi föstudag, 18. ágúst. Breytingin kveður meðal annars á um að í nýbyggingum og við endurbyggingu skuli gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla.

Sjá nánar hér í frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Er tími jarðefnaeldsneytis liðinn undir lok?

Græna orkan mælir grein sem birtist nýlega í Financial Times (FT) undir yfirskriftinni The Big Green Bang: how renewable energy became unstoppable. Þar er fjallað um þá skoðun höfundar, að þróun grænna og endurnýjanlegra orkugjafa sé “óstöðvandi” og að framleiðendur og stuðningsmenn jarðefnaeldsneytis hafi tapað í baráttunni um orkugjafa framtíðarinnar.

Sjá umfjöllun á vef ThinkProgress hér en til að lesa sjálfa greinina, þarf áskrift að FT.

Innviðir fyrir rafbíla á Íslandi – Hvað er í boði?

Græna orkan býður til kynningarfundar fimmtudaginn 9. mars klukkan 13 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

13:00 Fundarstjóri býður gesti velkomna
13:10 Magnús Ninni, Íslenska Gámafélagið
Hleðslustöðvar
13:25 Óskar Davíð Gústavsson, Johan Rönning
Hleðslutæki fyrir rafbíla og rekstur þeirra
13:40 Ólafur Davíð Guðmundsson, Hlaða
Án hleðslu kemstu ekki neitt
13:55 Stefán Birnir Sverrisson, Leiðir Verkfræðistofa
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengd þjónusta
14:10 Þorvarður Kristjánsson, GSG ehf
Uppsetning og frágangur á rafhleðslustöðvum
14:25 Kaffihlé
14:50 Bjarni Már Júlíusson, Orka náttúrunnar
Hvað hefur orka náttúrunnar fram að færa í
orkuskiptum?
15:05 Sigurður Ástgeirsson, Ísorka
Ísorka
15:20 Umræður
16:00 Fundarslit

Fundarstjóri verður Jón Björn Skúlason, verkefnastjóri Grænu orkunnar. Sjá einnig hér á Facebook viðburði.

Rafvæðing stórvirkra vinnuvéla

Flestir tengja stórar vinnuvélar við mikinn hávaða og mengun en mikil þróun til hins betra hefur þó átt sér stað í gera þær sparneytnari, umhverfisvænni og hljóðlátari. Nú þegar eru á markaði rafdrifnar vélar, t.d. frá þýska framleiðandanum Liebherr.

Í frétt á mbl.is segir Kristófer S. Snæbjörnsson hjá Merkúr frá Liebherr vinnuvélum sem ganga fyrir rafmagni. Þær þurfa þó að vera í sambandi enn sem komið er þar til rafhlöðutækni leyfir meiri orkugeymslu.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.

Úr frétt á mbl.is

 

Japan veðjar á vetni – en Elon Musk á rafmagn

Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sínar. Einn stærsti stuðningsmaður rafbíla er einmitt Elon Musk, stofnandi Tesla Inc., sem lengi hefur talað hefur af fyrirlitningu um vetnisbíla og sagt þá dýra og ópraktíska, eins og frægt hefur orðið.

Sjá nánar í umfjöllum Bloomberg hér.

Mynd frá Toshipa Corp.