Rafbíll söluhæsta bílgerðin hjá BL í mars

Í nýliðnum marsmánuði var Nissan var söluhæsta einstaka merki hjá BL og Nissan Leaf mest selda einstaka bílgerðin, en 25 eintök seldust í mánuðinum. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir vinsældir Leaf aukast í öllum markhópum, hjá fjölskyldum, fyrirtækjum og bílaleigum en þetta sé í fyrsta sinn sem rafbíll sé mest selda einstaka bílgerðin hjá BL.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Sjálfbærni og sjálfakandi bílar hjá Daimler

Í sjálfbærniskýrslu Daimler fyrir árið 2014 kemur fram að þótt framleiðsla fyrirtækisins hafi aukist um 5% milli ára, hafi útblástur koltvísýrings dregist saman um 2,5%. Daimler býður í dag upp á tvo tvinnbíla, S500 og C350, og stefnir að því að kynna til sögunnar tíu nýjar gerðir umhverfisvænna bíla árið 2017.

Daimler hefur einnig unnað að prófunum og  þróun sjálfakandi bifreiða, sjálfrennireiða. Það eru hins vegar margir þættir sem taka þarf tillit til, lagalegir og siðferðileigr, áður en slík tækni verður leyfð í almennri umferð. “Hvernig á sjálfrennireið til að mynda að bregðast við yfirvofandi árekstri? Hver ber ábyrgð við þessar aðstæður og hvernig skal tryggingum hagað? Þetta eru spurningar sem mikilvægt er að ræða og svara.” segir Dr. Christine Hohmenn-Dennhardt, stjórnarmaður Daimler AG.

Sjá umfjöllun Daimler hér og sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins hér.

Aðalfundur Grænu orkunnar

Aðalfundur Grænu orkunnar var haldinn í Orkugarði 24. mars síðastliðinn.

Stjórnarformaður, Bryndís Skúladóttir, fór yfir skýrslu stjórnar og helstu verkefni Grænu orkunnar frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var í nóvember 2014.

Fram kom í máli formanns að aðgerðir Grænu orkunnar hefðu skilað árangri m.a. í auknu hlutfalli endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngu á landi og aukningu á fjölda vistvænna bifreiða á Íslandi. Sjá nánar í skýrslu stjórnar og skýrslu Grænu orkunnar, Orkuskipti í samgöngum – áfangaskýrsla 2015, sem gerð verður opinber á næstu vikum.

Fjórir stjórnarmenn úr röðum félagsmanna voru sjálfkjörnir á fundinum og verður stjórn Grænu orkunnar eftifarandi:

  • Ásta Þorleifsdóttir, innanríkisráðuneyti
  • Benedikt S. Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Berglind Rán Ólafsdóttir, Landsvirkjun
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Guðmundur Ólafsson, Mannviti hf.
  • Ólafur Jóhannsson, Samtökum iðnaðarins
  • Skúli K. Skúlason, Bílgreinasambandinu

Umhverfisráðuneyti mun skipa fulltrúa í stjórn á næstu dögum. Græna orkan þakkar Bryndísi Skúladóttur, Teiti Gunnarssyni og Ingvari Pétri Guðbjörnssyni fyrir farsælt samstarf.

 

 

Stena Germanica, fyrsta metanól ferjan, hefur siglingar

Stena Germanica, ferja Stena Line sem siglir á milli Kiel og Gautaborgar, hefur verið breytt og hún gerð umhverfisvænni. Ein af fjórum Wärtsilä vélum hennar gengur nú fyrir metanóli og til stendur að breyta hinum þremur sumarið 2015. Árangur verkefnisins, sem kostaði um 22 milljónir evra, felst fyrst og fremst í stórlækkuðum útblæstri skaðlegra lofttegunda en reiknað er með að útstreymi SOx dragist saman um 99%, NOx um 60%, rykagna um 95% og CO2 um 25%.

Sjá nánar í frétt Kieler Nachrichten og Baltic Transport Journal.

Stefnumótunarfundur Rannsóknasjóðs 27. mars

Boðað hefur verið til opins fundar Rannsóknasjóðs föstudaginn 27. mars næstkomandi. Þar verða tillögur stjórnar sjóðsins byggðar á útkomu fyrri stefnumótunarfunda kynntar. Þátttakendum gefst tækifæri til að ræða tillögurnar í verkefnahópum og umræðum.

Allir eru velkomnir, sem áhuga hafa á að taka þátt í stefnumótun sjóðsins til framtíðar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Dagskráin verður eftirfarandi:

13:30-13:45 Rannsóknasjóður í ljósi aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2014-2016.
Guðrún Nordal formaður stjórnar Rannsóknasjóðs.

13:45-14:00 Stefnumótunartillögur Rannsóknasjóðs.
Eiríkur Stephensen, sérfræðingur hjá Rannís.

14:00-15:00 Hópavinna

15:00 – 15:15 Kaffi

15:15 – 16:30 Umræður

Grænir dagar Háskóla Íslands 25. – 27. mars

GAIA, fé­lag meist­ara­nema í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands, stend­ur fyr­ir Græn­um dög­um í skól­an­um dag­ana 25. til 27. mars næstkomandi. Þemað í ár er hafið og umhverfisógnir sem að því steðja. Með Grænum dögum er ætlunin að vekja athygli á umhverfismálum með ýmsum viðbruðum, svo sem fyr­ir­lestr­um, pall­borðsum­ræðum, bíó­sýn­ingum og fleira.

Sjá nánar á mbl.is og Facebook síðu Grænna daga

Fyrsta rafmagnsferja heims tekin í notkun í Noregi

Fyrsta bílferja heims sem gengur fyrir rafmagni hefur verið tekin í notkun í Noregi. Ferjan, sem siglir 5,7 km leið á milli Lavik og Oppedal, er smíðuð úr áli og tekur 120 fólksbíla og 350 farþega. Með notkun ferju með rafmótor á þessari siglingaleið í stað vélar sem brennir dísilolíu spararast um ein milljón lítra dísilolíu á ári og komið er í veg fyrir útblástur 570 tonna koltvísýrings.

Sjá nánar í frétt á visir.is og ship-technology.com.

Aðalfundur Grænu orkunnar framundan

Græna orkan boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 15. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9.

Félagsmenn teljast þeir sem greiða aðildargjald  og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt en aðildargjöld skulu hafa verið greidd fyrir 15. mars síðastliðinn. Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfund og er einungis eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun.

Tilkynningar um þrjú framboð úr hópi félagsmanna bárust. Berglind Rán Ólafsdóttir býður sig fram fyrir hönd Landsvirkjunar. Ólafur Jóhannesson, CRI, býður sig fram fyrir hönd Samtaka iðnaðarins. Skúli K. Skúlason, BL, býður sig fram fyrir hönd Bílgreinasambandsins.

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar lögð fram

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun árgjalds

6. Kosning stjórnar

7. Önnur mál

8. Fundi slitið


					

Olíuinnflutningur drægist saman um 40% með rafbílavæðingu

Með aukinni notkun rafbíla væri unnt að draga úr olíuinnflutningi um 40% og lækka eldsneytiskostnað bifreiðaeigenda í Bretlandi um rúmlega 200.000 krónur á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem  Cambridge Econometrics gerði fyrir European Climate Foundation.

Ef gert er ráð fyrir stöðugri aukningu rafbíla á næstu árum og að fjöldi þeirra nái 6 milljónum í Bretlandi árið 2030 væri unnt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 47% þar í landi fyrir 2030. Fram kemur þó að til þess að rafbílavæðingin megi verða að veruleika sé nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum því enn eru hleðslustöðvar fáar.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Guardian

Vélahitarar spara eldsneyti og draga úr mengun

Eldsneytiskostnaður er án efa stór liður í rekstri heimila og samhliða hækkandi olíuverði undandarin ár hefur þörf fyrir sparnaðarleiðir aukist.

Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fíb, segir frá ýmsum sparnaðaraðgerðum sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd í grein Karls Eskils Pálssonar á bílasíðu mbl.is. Vélahitara má til að mynda nota til að hita kælivatn nokkru áður en ekið er af stað á morgni. Þá fer bíllinn strax í gang og mistöðin blæs heitu lofti. Með þessu móti sparast eldsneyti fyrstu 4-5 aksturskílómetrana, dregið er úr vélasliti og bifreiðar gefa frá sér a.m.k. 30% minna af mengunarefnum.

Sjá nánar hér.