Hádegisfyrirlestur: Vetni í samgöngum á Íslandi

Fyrirlestur um vetni í samgöngum á landi var haldinn í dag, 30. maí og var þetta fjórða erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Í þetta skiptið var umfjöllunarefnið vetni sem orkuberi í samgöngum. Margir muna eftir vetnisstöðinni sem starfrækt var við Grjótháls 2003-2012 en nú í júní mun Orkan opna þar nýja og öflugri vetnisstöð og aðra við Fitjar í Reykjanesbæ.
Dagskráin var þessi:

Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélaginsins:  Þáttur Orkunnar í orkuskiptunum
Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi: Hyundai og vetnisbílar
Hörður Bjarnason, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi

Vel á fimmta tug gesta hlýddu á fyrirlestrana og báru upp fjölmargar spurningar til fyrirlesara. Glærur verða birtar hér von bráðar.

Tillaga um takmörkun skipaumferðar um þrönga firði Noregs

Orku- og umhverfismálanefnd Noregs hefur ráðlagt Stórþinginu leyfa einungis umferð skipa sem gefa ekki frá sér CO2 útblástur um þrjá firði frá árinu 2026 til þess að stemma stigu við staðbundinni mengun. Stórþing Noregs hefur kallað eftir aðgerðaáætlun um hvernig megi draga úr mengun vegna stórra farþegaskipa og annarrar skipaumferðar á ferðamannastöðum en einnig til þess að innleiða tækni sem hefur lítinn eða engan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Kosið verður um tillögu þessa 3. maí.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech

Málstofa Grænu orkunnar og Hafsins 10. apríl

Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins og Græna orkan standa í sameiningu að málstofu sem ber yfirskriftina Næstu skref í orkuskiptum í haf- og ferðatengdri starfsemi.

Markmið hennar er að fá fram sjónarmiði lykilatvinnugreina á Íslandi um mögulegar aðgerðir til að hraða orkuskiptum í greinunum. Framsöguerindi verða:

Gunnar Valur Sveinsson – Samtökum ferðaþjónustunnar

Svavar Svavarsson – HB Granda

Páll Erland – Samorku

Jón Bernódusson – Samgöngustofu

Aðgangur að málstofunni er ókeypis og hún er opin öllum. Viðburðinum verður streymt í rauntíma hér. Sjá nánar á Facebook viðburði.

Ísland verði í farabroddi í orkuskiptum

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallaði á dögunum í leiðara um rafvæðingu bílaflotans. Hún sagði meðal annars:

Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi.

Sjá nánar hér.

 

Shell telur vetni koma að samdrætti í útblæstri frá samgöngum

Í nýútkominni skýrslu Shell um framtíð orkumála á heimsvísu og hvernig bregðast megi við gróðurhúsaáhrifum, kemur fram að fyrirtækið telji að notkun vetnis muni nema um 10% af orkunotkun heimsbyggðarinnar í aldarlok. Þá segir einnig að vetni muni spila veigamikið hlutverk í samdrætti gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum.

Sjá nánár í frétt Guardian og tilkynningu frá Shell.

Fiat-Chrysler mun hætta framleiðslu dísilbíla árið 2022

Financial Times birti nýlega frétt þess efnis að Fiat-Chrysler hygðist greina síðar á árinu frá áætlun um hvernig fyrirtækið muni draga úr framleiðslu dísilbíla í áföngum fram til ársins 2022. Þetta á við mun alla bíla framleiðandans og talið er að meginorsökin sé samdráttur í eftirspurn en einnig aukinn kostnaður.

Sjá nánar í frétt FT og Climate Action.

Ný Vestmannaeyjaferja verður rafdrifin

Vegagerðin tilkynnti í gær að ný Vestmannaeyjaferja verði útbúin stærri rafgeymum og tengibúnaði þannig að unnt verði að hlaða ferjuna í landi og sigla þannig milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fyrir rafmagni eingöngu.

Þetta eru sannarlega gleðifréttir! Sjá nánar í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Image result for herjólfur mynd

Verkefni um rafdrifna ferju í Noregi styrkt af Horizon 2020

Nýverið var tilkynnt að NCE Maritime CleanTech í Noregi hefði hlotið 11,5 milljón evra styrk úr Horizon 2020 prógrammi Evrópusambandsins til að þróa rafdrifna ferju sem ganga mun á milli Stavanger og Hommersåk.

Við hjá Grænu orkunni hlökkum til að fylgjast með verkefninu á næstu árum. Sjá nánar í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrsti rafvæddi leigubíllinn í London

Nýlega afhenti The London Electric Vehicle Company (LEVC) leigubílstjóranum David Harris lykla að fyrsta rafvædda leigubíl Lundúna borgar. Bíllinn er af gerðinni TX og segir Harris að hann muni spara 5-600 pund á mánuði sem annars færu í eldsneytiskaup. Afhendingin kemur til að reglu sem tók gildi um síðastliðin áramót, en samkvæmt henni þurfa nýir leigubílar að geta haft útblástur innan við 50 grömm CO2 á ekinn kílómeter og hafa 30 mílna drægi með þetta útblástursgildi. Þetta kallast zero emission capable.

Sjá nánar í frétt Climate Action.