Verð á raforku frá vindorku í landi orðið jafnt

Í nýútkominn skýrslu IRENA (Alþjóðastofnun um endurnýjanlega orkugjafa) Renewable Power Generation Costs 2017 kemur fram að orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haldið áfram að falla á árinu 2017. Enn fremur segir í skýrslunni að verð á raforku frá vindorku í landi hafi lækkað um 18% á árunum 2010 til 2017 og sé nú um USD 0.04/kWh, sem er mjög samkeppnishæft.

Sjá nánar í útdrætti og skýrslunni í heild.

Image result for vindorka

Umhverfisráðstefna Gallup 11. janúar

Gallup ásamt samstarfsaðilum býður til morgunráðstefnu í Norðurljósasal Hörpu 11. janúar næstkomandi. Þar munu sérfræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála.

Sjá nánar í hlekk um ráðstefnuna og skráningu en einnig á Facebook.

BMW höfuðstöðvar minna á rafhlöður

Höfuðstöðvum BMW í München, sem löngum hafa verið kallaðar “sýlindrarnir fjórir” vegna útlits síns, var breytt nýlega, líklega til marks um stefnu stjórnenda BMW. Nú lítur byggingin út eins og fjórar rafhlöður og þar að auki stendur: Framtíðin felst í rafmagninu. Har­ald Krü­ger, stjórn­ar­formaður BMW Group, hefur einmitt sagt að stjórnin sé í eng­um vafa um þá staðreynd að raf­mótor­ar í bíl­um vísi veg­inn til framtíðar og ráði miklu um vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfuðstöðvar BMW í München. Turnarnir fjórir minna á rafhlöður.

GreenFleet Magazine útnefnir Renault rafbílasmið ársins

 Green­Fleet Magaz­ine útnefndi Renault nýlega rafbílasmið ársins 2017. Verðlaun Green Fleet koma í kjöl­far fleiri verðlauna sem Renault hef­ur hlotið fyr­ir raf­­bíla sína, en What Car? út­nefndi Zoe besta raf­magns­bíl­inn 2017 og jafn­framt besta notaða raf­magns­bíl­inn 2018. Þá út­nefndi Autocar Zoe frum­kvöðul árs­ins 2017 og Par­kers kaus hann þann um­hverf­i­s­væn­asta 2018.

Sjá nánar í frétt mbl.is og CleanTechnica.

Toyota veðjar á vetnið til framtíðar

Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð.

Sjá nánar í frétt hér.