Fiat-Chrysler mun hætta framleiðslu dísilbíla árið 2022

Financial Times birti nýlega frétt þess efnis að Fiat-Chrysler hygðist greina síðar á árinu frá áætlun um hvernig fyrirtækið muni draga úr framleiðslu dísilbíla í áföngum fram til ársins 2022. Þetta á við mun alla bíla framleiðandans og talið er að meginorsökin sé samdráttur í eftirspurn en einnig aukinn kostnaður.

Sjá nánar í frétt FT og Climate Action.

Opið fyrir umsagnir um skýrsludrög starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir.  Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum.

Í samráðsgátt má nálgast skýrsluna og senda umsögn.

Opið er fyrir innsendingu umsagna um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis 23. febrúar til og með 16. mars 2018. Við hvetjum félaga Grænu orkunnar til að kynna sér drögin og senda umsagnir um málið.

Image result for alternative fuels

Hyundai Nexo fær góða dóma

Nexo, nýr vetnisbíll japanska bílaframleiðandans Hyundai, var frumsýndur í liðnum mánuði á Consumer Electronics Show. Hann þykir lipur og kvikur og er búinn margvíslegum öryggiseinkennum auk þess að geta lagt sér sjálfur í stæði.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.

Image result for hyundai nexo

Ný Vestmannaeyjaferja verður rafdrifin

Vegagerðin tilkynnti í gær að ný Vestmannaeyjaferja verði útbúin stærri rafgeymum og tengibúnaði þannig að unnt verði að hlaða ferjuna í landi og sigla þannig milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fyrir rafmagni eingöngu.

Þetta eru sannarlega gleðifréttir! Sjá nánar í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Image result for herjólfur mynd

Enn hampar Trump kolum

Nýverið óskaði óskaði ríkisstjórn Trump eftir 72% niðurskurði á fjárveitingum til verkefna og rannsókna tengdum endurnýjanlegri orku og orkusparnaði fyrir árið 2019. Er þetta í takt við orð forsetans í árlegri stefnuræðu sinni, þar sem hann fjallaði um “fallegu hreinu kolin.”

Sjá nánar í frétt Washington Post.

Verkefni um rafdrifna ferju í Noregi styrkt af Horizon 2020

Nýverið var tilkynnt að NCE Maritime CleanTech í Noregi hefði hlotið 11,5 milljón evra styrk úr Horizon 2020 prógrammi Evrópusambandsins til að þróa rafdrifna ferju sem ganga mun á milli Stavanger og Hommersåk.

Við hjá Grænu orkunni hlökkum til að fylgjast með verkefninu á næstu árum. Sjá nánar í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrsti rafvæddi leigubíllinn í London

Nýlega afhenti The London Electric Vehicle Company (LEVC) leigubílstjóranum David Harris lykla að fyrsta rafvædda leigubíl Lundúna borgar. Bíllinn er af gerðinni TX og segir Harris að hann muni spara 5-600 pund á mánuði sem annars færu í eldsneytiskaup. Afhendingin kemur til að reglu sem tók gildi um síðastliðin áramót, en samkvæmt henni þurfa nýir leigubílar að geta haft útblástur innan við 50 grömm CO2 á ekinn kílómeter og hafa 30 mílna drægi með þetta útblástursgildi. Þetta kallast zero emission capable.

Sjá nánar í frétt Climate Action.