Opel Corsa verður rafbíll

Næsta útgáfa Opel Corsa bifreiðarinnar verður rafdrifin en Michael Lohscheller, framkvæmdastjóri Opel/Vauxhall, staðhæfir að allar týpur Vauxhall og Opel mun að einhverju leyti verða rafdrifnar – hvort sem er tvinnbílar eða hreinir rafbílar – árið 2024. Ráðgert er að rafmagns útgáfa Opel Corsa komi á markað 2019 eða 2020.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is og CarBuyer.

Þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarið ár unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráning til þátttöku fer fram á vef Samorku.

Alþjóðlegt meistaramót rafbíla haldið í september

Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) gekk í vor frá samningum við Alþjóða aksturssambandið (FIA) þess efnis að ein umferð í alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri, oft kallað eRally (FIA Electric and New Energy Championship), verði haldið á Íslandi 21.-22. september næstkomandi og nú fer að líða að keppni! Samhliða keppninni stendur til að halda ráðstefnu um hvert stefnir í orkuskiptum í samgöngum hérlendis, hver eru hagræn áhrif þeirra skipta á breiðum grunni, hver eru umhverfisáhrifin bæði jákvæð og neikvæð.

Sjá nánar á síðu AKÍS og Erally.

Vetnisbíll ekur 536 á einum tanki

Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.

Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!

Ökumaðurinn, Helgi Dan Steinsson t.v. og aðstoðarmaður t.h., Hjálmar Árnason

Hádegisfyrirlestur: Vetni í samgöngum á Íslandi

Fyrirlestur um vetni í samgöngum á landi var haldinn í dag, 30. maí og var þetta fjórða erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Í þetta skiptið var umfjöllunarefnið vetni sem orkuberi í samgöngum. Margir muna eftir vetnisstöðinni sem starfrækt var við Grjótháls 2003-2012 en nú í júní mun Orkan opna þar nýja og öflugri vetnisstöð og aðra við Fitjar í Reykjanesbæ.
Dagskráin var þessi:

Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélaginsins:  Þáttur Orkunnar í orkuskiptunum
Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi: Hyundai og vetnisbílar
Hörður Bjarnason, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi

Vel á fimmta tug gesta hlýddu á fyrirlestrana og báru upp fjölmargar spurningar til fyrirlesara. Glærur verða birtar hér von bráðar.

Ísland verði í farabroddi í orkuskiptum

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallaði á dögunum í leiðara um rafvæðingu bílaflotans. Hún sagði meðal annars:

Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi.

Sjá nánar hér.

 

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma raf­orku­kerf­is­ins. Sé raf­orku­álag­inu hins veg­ar stýrt get­ur Orku­veit­an vel annað 50.000 raf­bíl­um. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í loka­verk­efni Kristjáns E. Eyj­ólfs­son­ar til BS-gráðu í raf­magns­tækni­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Sjá nánar í frétt á mbl.is.