Norska vegagerðin býður út hönnun vetnisferju

Norska vegagerðin hefur nú boðið út hönnun og smíða ferju sem ganga á á milli Hjelmeland-Nesvik-Skipavik. Um er að ræða tvær 80 bíla ferjur, þar sem önnur á að vera knúin vetni a.m.k. helming tímans en hin á að vera rafknúin.

Norðmenn hafa undanfarinn áratug verið framarlega í rafvæðingu ferjuflota síns og um leið samdrætti í útblæstri vegna samgangna á landi og legi.

Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech.

 

Japan veðjar á vetni – en Elon Musk á rafmagn

Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sínar. Einn stærsti stuðningsmaður rafbíla er einmitt Elon Musk, stofnandi Tesla Inc., sem lengi hefur talað hefur af fyrirlitningu um vetnisbíla og sagt þá dýra og ópraktíska, eins og frægt hefur orðið.

Sjá nánar í umfjöllum Bloomberg hér.

Mynd frá Toshipa Corp.

 

Vetnislest prófuð í Þýskalandi

Franski lestaíhlutaframleiðandinn Alstom hefur nú hafið prófanir á vetnisdrifinn lest sinni, Coradia iLint, en reiknað er með að hún verði tekin í notkun í desember 2017. Þá mun lestin, sem hefur um 500 km drægi og mun ganga á milli Buxtehude og Cuxhaven, ganga fyrir vetni sem er afgangsafurð frá efnaiðnaði á svæðinu.

Sjá nánar í frétt hér.

Alstom Coradia iLint hydrogen fuel-cell train

Vörumst töfralausnir til eldsneytissparnaðar

Fyrr í sumar birtist á Facebook síðum margra Íslendinga myndband Bandaríkjamanns nokkur sem lýsti því hvernig snarminnka megi eldsneytiseyðslu bensínbifreiða. Sá hafði komið fyrir vetnisbúnaði í bíl sínum, sem gerir það að verkum að vélin brennir blöndu vetnis og bensíns í 100% bruna.

Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum á Orkustofnun, rekur rangfærslur mannsins í viðtali við mbl.is hér.

Brunavélar í bílum bannaðar í Hollandi 2025?

Í Hollandi hefur hópur þingmanna verkamannaflokksins PvdA lagt fram ályktun  í neðri deild þingsins í Haag sem felur í sér þá stefnu að leyfa einungis sölu hreinorkubíla í landinu frá og með árinu 2025. Í þennan flokk falla bílar sem ekki gefa frá sér neinar gróðurhúsalofttegundir eða aðra mengun, rafbílar og vetnisbílar. Tillagan er umdeild enda ekki ljóst hvernig innviðir skulu styrktir til að mæta þörfum svo margra rafbíla en í henni er einnig kveðið á um að fjárfest skuli í sjálfakandi bílum  í þeim tilgangi að draga úr umferðarteppum í landinu.

Þess má geta að í París í desember fyrra settu 8 ríki í Bandaríkjum Norður Ameríku og 5 fullvalda ríki á stofn Alþjóðabandalag um hreinorkubíla (e. International Zero-Emission Vehicle Alliance) hvers stefna er að hraða rafbílavæðingu þannig að allir nýir bílar verði hreinorkubílar árið 2050.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Inside EVs.

Vetnisvæðing bílasamgangna í Danmörku

Í sumar verður hægt að keyra alla leið frá Skagen til Kaupmannahafnar á vetni – rúmlega 400 km – og verður Danmörk þar með fyrsta ríki heims, þar sem þetta verður hægt. Net 12 vetnisstöðva, sem verður tilbúið í vor, gerir Dönum þetta kleift. Vetnisvæðing landsins er lykilþáttur í stefnu Dana að verða óháðir notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2050. Þó svo vetnið sé í dag innflutt frá Þýskalandi mun það breytast á næsta ári með tilkomu vetnisstöðvar í Hobro sem mun nota vindorku til að framleiða vetni með rafgreiningu.

Sjá nánar um vetnisvæðingu Dana í frétt á mbl.is.

Úr frétt á mbl.is